Apple fjárfestir fyrir milljarða í Danmörku

10.07.2017 - 16:17
Mynd með færslu
 Mynd: Leonardo Rizzi  -  Flickr
Bandaríski tæknirisinn áformar að fjárfesta í Danmörku á næstunni fyrir níu hundruð milljónir dollara, jafnvirði hátt í 95 þúsund milljóna íslenskra króna. Fyrirtækið hyggst reisa gagnaver í bænum Aabenraa á Suðaustur-Jótlandi, sem eingöngu verður knúið með hreinni orku.

Framkvæmdir hefjast í haust og á að ljúka snemma árs 2019. Milli fimmtíu og hundrað manns fá vinnu við gagnaverið. Það á að hýsa gögn af iMessages skilaboðavefnum og úr Siri upplýsingaforritinu ásamt tónlist sem áskrifendum iTunes tónlistarversluninni stendur til boða.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV