Aníta: „Hlaupið fáranlega lagt upp“

10.08.2017 - 21:52
„Ég bara klúðraði þessu alveg taktístk. Mér leið vel allt hlaupið, en svo hægðist svolítið mikið á því og ég var lokuð inni. Svo sá ég bara að þrjár fyrstu voru farnar. Ég veit ekki hvað gerðist. Ég er ekki þreytt, það er kannski adrenalínið. En þetta var alveg fáranlega lagt upp,“ sagði Aníta Hinriksdóttir eftir að hún varð af sæti í undanúrslitum 800 m hlaups kvenna á HM í frjálsum íþróttum í London í kvöld.

Aníta kom fjórða í mark í sínum riðli í undanrásunum í kvöld á tímanum 2:03,45 mín. Það var ekki nóg til að komast í undanúrslitin sem verða annað kvöld.

„Hlaupið var lagt þannig upp að ég myndi vera í broddinum allan tímann og reyna svo að taka góðan endasprett og vera meðal þriggja efstu. En þetta var bara fáranlega lagt upp og ég veit eiginlega ekki nákvæmlega bara hvað gerðist,“ sagði Aníta eftir hlaupið.

En var Aníta sátt með hlaupið í kvöld? „Nei, ég held ég geti alveg sagt að ég sé það ekki. Þetta var bara asnalega lagt upp og ég þarf eitthvað aðeins að endurskoða þetta.“

Mynd með færslu
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
íþróttafréttamaður