Almenningur dreginn fyrir herrétt

epa05951559 A demonstrator performs on a violin during a protest in Caracas, Venezuela, 08 May 2017.  The opposition marches which aimed to arrive downtown ended in clashes between policemen and protestors and has blocked the main roads of the capital.
Mótmælendur í Venesúela eru við öllu búnir.  Mynd: EPA  -  EFE
epa05947379 Venezuelan opposition women participate in a demonstration in Caracas, Venezuela, on 06 May 2017. Thousands of Venezuelan women, opponents of the government of Nicolas Maduro, march in Caracas and in several cities of the country 'against
Konur efndu til sérstakra kvennamótmæla gegn Maduro laugardaginn 6. maí. Tugir þúsunda kvenna, flestar hvítklæddar, tóku þátt í mótmælunum.  Mynd: EPA  -  EFE
Fullyrt er að herdómstólar í Venesúela hafi úrskurðað minnst 50 manns í varðhald á meðan mál þeirra eru rannsökuð. Öll tóku hin handteknu þátt í hörðum og blóðugum mótmælaaðgerðum gegn Nicolasi Maduro, forseta Venesúela, og stjórn hans síðustu vikur. Minnst 36 hafa týnt lífi í tengslum við mótmælaaðgerðirnar, en ólíkum sögum fer af því, hvernig dauða þeirra bar að höndum.

Lögfræðingurinn Alfredo Romero starfar með félagasamtökunum Foro Penal, sem sérhæfa sig í að gæta réttinda almennings gagnvart yfirvöldum. Hann greindi útsendara AFP-fréttastofunnar frá því að yfirheyrslur yfir grunuðum úr röðum óbreyttra borgara hafi staðið yfir fyrir herdómstólum dögum saman.

„75 almennir borgarar hafa verið dregnir fyrir herrétt í Venesúela til þessa. 50 þeirra eru enn í haldi," sagði Romero og bætti því við, að hann hefði heimildir fyrir því að allt að 40 til viðbótar yrðu færðir fyrir herrétt áður en mánudagurinn rynni á enda þar vestra. Samkvæmt öðrum lögfræðingi á vegum Foro Penal, Luis Batancourt, eru hin handteknu öll í haldi í Guarico-fylki. Fulltrúar stjórnvalda hafa hvorki staðfest handtökurnar né það, að verið sé að fjalla um mál óbreyttra borgara fyrir herdómstólum.

Hörð og fjölmenn mótmæli héldu áfram í gær, mánudag, eins og undanfarnar vikur. Þúsundir mótmælenda streymdu út á götur og torg höfuðborgarinnar Caracas og fleiri borga og óeirðalögregla mætti þeim víða með kylfum, háþrýstidælum og táragasi.