Fátt bendir til annars en að Ríkisendurskoðun hafi stórlega ofmetið möguleg bótasvik skjólstæðinga Tryggingastofnunar í skýrslu árið 2013. Samkvæmt skýrslunni taldi Ríkisendurskoðun að bótasvik gætu numið hátt í fjórum milljörðum króna á hverju ári.
Þingmenn og ráðherrar gripu þá tölu á lofti og fóru í umfangsmiklar lagabreytingar til að herða eftirlit með lífeyrisþegum, til dæmis með vinnslu persónuupplýsinga. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar var rökstudd með vísan til danskrar skýrslu um tíðni bótasvika í Danmörku. Danska skýrslan var hins vegar ekki byggð á rannsókn og staðfæring og þýðing Ríkisendurskoðunar á henni röng eins og rannsókn doktorsnema í fötlunarfræði leiddi í ljós.
Formaður Öryrkjabandalagsins segir að þær röngu upplýsingar sem bornar voru á borð í skýrslunnni hafa skekkt alla umræðu um málefni öryrkja síðan og bitnað á hagsmunabaráttu lífeyrisþega.
Fjallað verður um málið í Kastljósi í kvöld og rætt við þau auk ríkisendurskoðanda sem svarar fyrir gagnrýni á störf embættis hans við skýrslugerðina.