Allt á floti í íbúð í Hafnarfirði

30.04.2017 - 01:30
Slökkviliðsbíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna vatnsleka í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í kvöld. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins lak vatn úr þvottavél á heimilinu og hafði flætt um öll gólf íbúðarinnar, alls um hundrað fermetra. Vatn var byrjað að leka niður á næstu hæð en slökkvilið þurfti ekki að þurrka neitt upp þar. Um einn og hálfan tíma tók að ná öllu vatninu af gólfum íbúðarinnar. Ekki er vitað hversu mikið tjón hlaust af lekanum.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV