Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir samtökin hafa látið óháða sérfræðinga vinna fyrir sig skýrslu sem sýndi að „að áhættan af innflutningi á ferskri matvöru væri lítil sem engin.“ Þeirra niðurstaða hafa verið að aukin ferðalög milli landa,aukin ferðamannastraumur og ofnotkun á sýklalyfjum í heilbrigðiskerfinu væru stærri áhættuþættir.

Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild Landspítalans, sagði í kvöldfréttum RÚV að Ísland hefði algera sérstöðu vegna lítillar notkunar sýklalyfja í landbúnaði og lágs hlutfalls sýklaónæmis.

Karl telur að sporna verði við auknum innflutningi á erlendum matvælum þar sem sýklalyfjanotkun í erlendum landbúnaði auki hættu á útbreiðslu baktería sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Sjálfur sagðist hann sneiða alveg hjá innfluttu grænmeti og reynir bara að kaupa íslenskt kjöt.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir að alltaf verði að taka það alvarlega hvað neytendur láti ofan í sig. Skoðun Karls sé skoðun vísindamanns og aðrir vísindamenn hafi aðrar skoðanir. „Hann dregur pólitískar ályktanir af sinni vísindalegu vitneskju eins og margir læknar geri.“ Ólafur nefndi sem dæmi að sumir vildu hafa sykurskatt og aðrir banna sölu á tóbaki. 

Hann segir að Félag atvinnurekanda hafi fyrir tveimur árum látið vinna fyrir sig skýrslu og þeirra niðurstaða hafi verið sú að áhættan af innflutningi á ferskum matvælum væri lítil sem engin. Meiri áhætta væri af auknum ferðalögum milli landa, ferðamannastraumi og ofnotkun á sýklalyfjum í heilbrigðiskerfinu. 

Ólafur að það sé alltaf einhver áhætta fólgin í viðskiptum með mat milli landa.  Ein leiðin væri að banna slík viðskipti eða takmarka þau mikið. Hann væri ekki hlynntur slíku.  „Eða við getum ákveðið að hafa viðskiptin sem frjálsust eins og gert er á EES-svæðinu. Einhvers konar sjálfsþurftarbúskapur sem mér virðist Karl vera að boða yrði ákaflega óhagkvæmur og þar væri einfaldlega verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.“

Þá benti Ólafur á að slíkar hömlur væru  brot á alþjóðlegum samningum sem gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. „Við höfum samið um að okkar sjávarafurðir geti farið inn á Evrópumarkað án heilbrigðiseftirlits á landamærum. Það væri væntanlega í uppnámi ef við beittum hömlum gegn innflutningi á búvörum.“