Ágætis veður sunnanlands og vestan

19.06.2017 - 07:02
Mynd með færslu
 Mynd: Ásgeir Tómasson  -  RÚV
Í dag verður ágætis veður á sunnan- og vestanverðu landinu á meðan fyrir norðan og austan er útlit fyrir þungbúið og fremur svalt veður. Þetta segir í pistli frá veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Á morgun verður allöflug lægð á Grænlandshafi sem mun halda að okkur hvössum vindi og rigningu á meðan mun úrkomuminna verður á Norður- og Austurlandi og hlýnar þar. Áfram suðlæg átt á miðvikudag með bjartasta og hlýjasta veðrinu fyrir norðan, en skýjað og væta á köflum syðra.

Veðurhorfur á landinu til miðnættis annað kvöld:
Norðvestan 5-13 metrar á sekúndu, norðaustantil, hvassast við ströndina, en annars hægari norðlæg átt. Lengst af þungbúið og dálítil væta norðaustantil, en léttir til um sunnan og vestanvert landið. Hiti víða 8 til 18 stig, hlýjast sunnanlands.

Gengur í suðaustan 8-15 með rigning í nótt, fyrst suðvaetantil, en mun hægari
og þurrt austantil fram undir hádegi. Minnkandi úrkoma seint á morgun en
bætir í vind, einkum um vestantil, hvassast á norðanverðu Snæfellsnesi. Hiti 9 til16 stig, hlýjast nyrðra.

Horfur á landinu næstu daga

Suðaustlæg átt með rigningu á þriðjudag og miðvikudag, en úrkomulítið
norðaustantil. Milt í veðri. Lægir á fimmtudag og dregur úr úrkomu.
Norðaustlæg átt, rigning og svalt undir helgi norðaustan en þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Útlit fyrir hæglætisveður á sunnudag.

Gunnar Dofri Ólafsson