Áframhaldandi vætutíð

15.07.2017 - 08:27
Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands  -  vedur.is
Lægðirnar munu halda sig nálægt landinu næstu daga og því von á áframhaldandi vætutíð. Suðlæg átt í dag og víða skúrir, en fremur hvasst við suðausturströndina.

Vestlægari átt á morgun, áfram stífur vindur allra syðst og á annesjum norðantil, en léttir heldur til um landið suðaustanvert. Milt verður í veðri.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir