„Það er ákveðinn léttir að vera búinn að taka þessa ákvörðun og ég er fyrst og fremst mjög sáttur með hana,“ sagði landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson við RÚV eftir að hafa samið við KR um að leika með liðinu í Dominos-deild karla í körfubolta á komandi leiktíð.
Fleiri lið en KR voru á höttunum á eftir Ægi, sem hefur spilað með Sundsvall í Svíþjóð síðustu tvö ár. „Njarðvík hafði meðal annars samband. En það gekk því miður ekki upp fyrir báða aðila, því hugurinn var kominn í KR og ég vildi fara í það verkefni,“ sagði Ægir meðal annars við RÚV eftir að hafa verið kynntur formlega sem liðsmaður KR í gær.
Viðtalið við Ægi Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.