Umfangsmikil hópslysaæfing fór fram á Snæfellsnesvegi á Vesturlandi í dag. Í æfingunni var brugðist við alvarlegu bílslysi rútu og tveggja fólksbíla. 22 áttu að hafa slasast. Reynt var að líkja sem mest eftir aðstæðum á raunverulegum slysstað. „Í æfingunni tóku þátt björgunarsveitir, slökkvilið, lögregla og sjúkralið,“ segir Jakob Guðmundsson, í björgunarsveitinni Brák, en auk þess tóku neyðarvarnir Rauða krossins þátt í æfingunni.
Jakob segir að um 120 manns taki þátt í æfingunni. „Þetta er stóraðgerð og hjálpar okkur að vera tilbúin ef eitthvað gerist. Við búum á svæði þar sem margir túristar eru á ferðinni þannig að þetta er eitthvað sem við verðum að kunna vel,“ segir hann.
Hægt er að sjá myndir frá æfingunni og viðtalið við Jakob í spilaranum hér fyrir ofan.