Vísindamenn telja að nauðsynlegt sé að rannsaka gossvæðið við Holuhraun betur til að meta ástandið bæði hvað varðar mengun og líkur á áframhaldandi hræringum. Gossvæðið verður áfram lokað almenningi.

Gosinu í Holuhrauni lauk á laugardaginn og hafði þá staðið yfir í hálft ár. Það var nokkuð stórt eða nærri átta sinnum stærra að rúmmáli en gosið í Eyjafjallajökli. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun HÍ segir að hraunflæmið sem myndaðist sé á stærð við Reykjavíkursvæðið og að það sé að meðaltali um 15 metrar á þykkt.

„Þetta er gríðarlegt magn eða um einn og hálfur rúmkílómetri. Þetta er næstum því átta sinnum stærra að rúmmáli en Eyjafjallagosið.“

Hann segir að þetta sé meðal annars ástæðan fyrir því að svæðið var lokað meðan á gósinu stóð. Kvikuflæðið hafi verið mjög 

„Þegar kvikuflæðið var sem mest var það á við stærstu ár landsins eins og til dæmis Þjórsá eða Jökulsá á Fjöllum. Hætturnar voru mjög miklar meðan á gosinu stóð," segir Freysteinn.