61 árs kona í Bandaríkjunum fæddi barnabarn sitt á dögunum. Hún var staðgöngumóðir fyrir son sinn og eiginmann hans.

Ömmur gegna gjarnan stóru hlutverki í lífi barnabarna sinna en það er óhætt að segja að hlutverk Cecile Eledge sé heldur óvanalegt. Cecile hefur þegar farið í gegnum breytingarskeið kvenna og fékk ítarlega skoðun hjá læknum áður en hún var samþykkt sem staðgöngumóðir fyrir son sinn og eiginmann hans. Einnig var hún undir stöðugu eftirliti alla meðgönguna og á dögunum kom svo Uma Louise í heiminn. 

Matthew Eledge, sonur Cecile, er líffræðilegur faðir Umu litlu og það var systir eiginmanns hans sem gaf egg.  „Okkur langar að segja henni að Lea föðursystir hennar sem gaf eggfrumuna, veitti lífsfræið. Og að amma hennar veitti beðinn svo hún blómgaðist. Eru hægt að hugsa sér betri fyrimyndir en þær tvær?“ Sagði nýbakaði faðirinn Matthew Eledge.