4ra ára stúlka numin á brott og beitt ofbeldi

16.06.2017 - 18:11
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
4ra ára gömul stúlka var numin á brott frá leikskóla í Árósum í Danmörku í fyrradag.

Hún fannst grátandi við hlið leikskólans klukkustund síðar. 33ja ára gamall maður hefur verið úrskurðaður í 4ra vikna gæsluvarðhald. Hann er grunaður um að hafa numið barnið á brott, farið með það heim til sín, rétt hjá leikskólanum og beitt það kynferðislegu ofbeldi áður en hann skilaði stúlkunni aftur í skólann. Leikskólakennarar á leiksvæðinu þar sem barnið var að leik urðu einskis varir.

Málið hefur vakið mikinn óhug í Danmörku og umræða um aukna öryggisgæslu og hærri girðingar við leikskóla hefur blússað upp. Foreldraráð borgarinnar hefur lýst andstöðu sinni við hærri girðingar. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í 4ra vikna gæsluvarðhald, hann hefur áður unnið sem skólaliði og fótboltadómari hjá yngri flokkum. Hann hefur ekki orðið uppvís að því áður að brjóta gegn börnum og neitar sök.
 

Mynd með færslu
Jóhann Hlíðar Harðarson
Fréttastofa RÚV