Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Hættuástand hefur skapast á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum vegna blæðinga í klæðningu. Þungatakmarkanir hafa verið settar á vissa staði, sem koma í veg fyrir að flutningabílar komast ekki leiðar sinnar. Við heyrum í Jakobi Björgvin S. Jakobssyni, bæjarstjóra í Stykkishólmi, og ræðum í framhaldinu við Bergþóru Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustusviðs hjá Vegagerðinni, og Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB.
Hinir árlegu framadagar voru haldnir í Háskólanum í Reykjavík fyrir helgi. Þar fá háskólanemar tækifæri til að kynna sér fyrirtæki og kanna möguleika á sumarvinnu eða jafnvel framtíðarstörfum.
![HM í skíðaskotfimi](/spilari/DarkGray_image.png)
Beinar útsendingar frá keppni í HM í skíðaskotfimi.
Keppni í 15 km skíðaskotfimi kvenna á HM í skíðaskotfimi.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Í þessum þætti er rætt við Silju Báru Ómarsdóttur prófessor um öryggismál í Evrópu sem eru í brennidepli þessa dagana. Þá er einnig rætt við Johan Norberg sem er mikill talsmaður frjálsra viðskipta og alþjóðavæðingu. Hann segir að Evrópa verði að þétta raðirnar og standa vörð um gildi á borð við alþjóðahyggju og viðskiptafrelsi, nú þegar Bandaríkin virðast stefna á aukna einangrunarhyggju og haftastefnu.
Til að ræða helstu mál vikunnar koma þau Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. Már Wolfgang Mixa dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrum þingmaður.
![Spaugstofan 2005-2006](/spilari/DarkGray_image.png)
Leikararnir Karl Ágúst, Pálmi, Randver, Sigurður og Örn túlka atburði líðandi stundar eins og þeim einum er lagið. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna eru í sviðsljósinu í Kilju vikunnar. Guðjón Friðriksson kemur í þáttinn, klyfjaður sagnfræðiritum sem hann hefur skrifað - þau munu vera meira en þrjátíu talsins, enginn hefur fengið bókmenntaverðlaunin oftar en hann, nefnilega fjórum sinnum. Við hittum Kristínu Ómarsdóttur, verðlaunahafa í fagurbókmenntum, á heimili hennar við Vesturgötu. Og svo er enn einn verðlaunahafi, Anna Rós Árnadóttir, sem hreppti Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir kvæði sem nefnist Skeljar. Í Bókum og stöðum förum við vestur á Snæfjallaströnd og segjum frá lækninum og tónskáldinu Sigvalda Kaldalóns og líka skáldkonunni Höllu Eyjólfsdóttur sem þar bjó og orti meðal annars ljóð við lag Sigvalda Ég lít í anda liðna tíð. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár spennusögur: Týndur eftir Ragnheiði Gestsdóttur, Völundur eftir Steindór Ívarsson og Lygin eftir færeyska höfundinn Eyðun Klakstein.
![Andraland](/spilari/DarkGray_image.png)
Andri Freyr Viðarsson skoðar hina hliðina á hversdagsleikanum. Hann heimsækir forvitnilega staði, mætir á áhugaverð mannamót, spjallar við sérstakar týpur og prófar óvenjuleg störf. Ekkert er Andra óviðkomandi á flandri sínu um höfuðborgina; málaðir miðaldra rokkarar, falið kúluspilasafn, moskva í miðbænum, skeggjuð kona, fitulaust brúnt fólk, háskólanemar í þykjó, samkynhneigðir söngfuglar og fleira. Dagskrárgerð: Kristófer Dignus. Framleiðandi: Stórveldið ehf.
Í hjarta Fellahverfis leynist alvöru pólsk matvöruverslun. Andri kaupir pylsur, súrar gúrkur og forvitnast um pólska menningu í Breiðholtinu. Andri kíkir líka í stúdíóið til Eika Einars sem rokkar fyrir Krist og tekur lagið með honum. Því næst fer Andri í starfskynningu hjá Útfararstofu kirkjugarðanna og skyggnist bak við tjöldin í starfsemi þeirra. Í lok þáttar smellir hann sér svo á boxmót og skoðar hina hliðina á íþróttinni.
![KrakkaRÚV](/spilari/DarkGray_image.png)
![Hvolpasveitin IV](/spilari/DarkGray_image.png)
Róbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.
![Sammi brunavörður X](/spilari/DarkGray_image.png)
Sammi brunavörður og félagar hans á slökkvistöðinni standa vaktina í Pollabæ.
![Krakkafréttir (með táknmálstúlkun)](/spilari/DarkGray_image.png)
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
![Lag dagsins](/spilari/DarkGray_image.png)
Íslensk tónlistarmyndbönd.
![Fréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
![Íþróttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Íþróttafréttir.
![Veður](/spilari/DarkGray_image.png)
Veðurfréttir.
![Kastljós](/spilari/DarkGray_image.png)
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
![Kveikur](/spilari/DarkGray_image.png)
Kveikur er fréttaskýringaþáttur með fjölbreyttar áherslur. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir, og Tryggvi Aðalbjörnsson.
![Rafmagnslaus tilvera](/spilari/DarkGray_image.png)
Sænsk þáttaröð frá 2019 þar sem tíu þátttakendur reyna að komast af í langvarandi rafmagnsleysi. Hversu vel erum við sem samfélag undirbúin fyrir óvænt neyðarástand, til dæmis af völdum náttúruhamfara?
Önnur þáttaröð þessara dönsku gamanþátta. Lífið í sinfóníuhljómsveit hjá stórri danskri menningarstofnun er ekki alltaf dans á rósum. Hljómsveitarstjórinn Jeppe forðast ágreining eins og heitan eldinn, en það reynist oft erfitt þar sem sérvitri og ósveigjanlegi klarinettuleikarinn Bo lendir sífellt í árekstrum við stjórnendur og annað tónlistarfólk. Aðalhlutverk: Frederik Cilius Jørgensen, Rasmus Bruun og Neel Rønholt. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
![Tíufréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
![Veður](/spilari/DarkGray_image.png)
Veðurfréttir
Breskir gamanþættir um einfarann John Taylor sem gefur út þrautabækur undir dulnefninu „Ludwig.“ Þegar eineggja tvíburabróðir hans, James, hverfur sporlaust heldur John á lögreglustöðina til að grennslast fyrir um hann. Þar er bræðrunum ruglað saman og John er skyndilega kominn í starf bróður síns sem rannsóknarlögreglustjóri Cambridge. Aðalhlutverk: David Mitchell, Anna Maxwell Martin og Dipo Ola. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Breskir glæpaþættir frá 2021 eftir Jimmy McGovern. Mark Cobden er nýkominn á bak við lás og slá og á erfitt með að fóta sig innan fangelsisins. Hann kynnist Eric McNally, fangaverði sem verndar fanga í hans umsjá. Eric þarf að taka erfiða ákvörðun þegar hættulegur fangi kemst að helsta veikleika hans. Aðalhlutverk: Sean Bean, Stephen Graham og Siobhan Finneran. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
![Krakkafréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
![Fréttir (með táknmálstúlkun)](/spilari/DarkGray_image.png)
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.