Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Matvælastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að frávik hafi átt orðið þegar starfsmaður í blóðtöku hryssa veittist ítrekað að dýrunum. Dýraverndarsamtök Íslands furða sig á að stofnunin hafi ekki gengið lengra og segja ljóst að reglur hafi verið margbrotnar. Þau fara fram á lögreglurannsókn.
Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, hefur ekki áhyggjur af rekstri fyrirtækisins þótt Donald Trump leggi tolla á innflutt lyf eins og hann gaf í skyn í gær. Óvissa á mörkuðum sé þó aldrei af hinu góða, en fyrirtækið sé vel í stakk búið til að takast á við hana. Baldvin Þór ræddi við Róbert.
Hvenær á að byrja að slá grasið í garðinum, vökva og sinna vorlaukum? Garðyrkjufræðingurinn Konráð Bragason fer yfir það helsta sem huga þarf að í garðinum í lok þáttar.

24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Lið Reykjanesbæjar og Reykjavíkur eigast við í undanúrslitum.

Þáttaröð frá 2009 þar sem Eva María Jónsdóttir ræðir við nokkra af ástsælustu leikurum þjóðarinnar. Dagskrárgerð: Haukur Hauksson.
Svo virðist sem það hafi verið skrifað í skýin að Herdís yrði leikkona. Þó hún sé hátt á níræðisaldri, er hún enn að blómstra í leiklist, aðallega í bíómyndum. Herdís segir frá hvernig annasamt starf og fjölskyldulíf rákust saman og greinir frá efasemdum um eign hæfni í faginu. En hún segir líka frá óvæntum tilfinningasveiflum, sætum sigri í rauðum kjól og tímabilinu þegar hún vildi helst bara sofa.

Ida er ung norsk kona sem ákveður að taka tilveruna föstum tökum og einsetur sér að bæta sig á flestum sviðum daglegs lífs.
Ida er ung norsk kona sem ákveður að taka tilveruna föstum tökum og einsetur sér að bæta sig á flestum sviðum daglegs lífs. Í þessum þætti ákveður Ida að blása í rómantískar glæður og fer á stefnumót.
Félagarnir og fyrrum Hraðfréttamennirnir Benni og Fannar réðu sig sem háseta á frystitogarann Hrafn Sveinbjarnarson frá Grindavík. Í þáttunum fáum við að fylgjast með strákunum í ævintýralegum 30 daga túr. Dagskrárgerð: Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. Framleiðsla: Skot.

Sænskir heimildarþættir frá 2022 þar sem farið er yfir tískusögu Svíþjóðar frá 1960 til dagsins í dag. Auk þess er fjallað um þekktustu fatahönnuði landsins. Í hverjum þætti er einn áratugur tekinn fyrir.

Ferðaþættir í umsjá Brynhildar Ólafsdóttur og Róberts Marshall þar sem þau fara með landsþekkta Íslendinga í svaðilför um ósnortna náttúru Íslands.
Í fjórða þætti er farið á fjallaskíðum á Ými, hæsta tind Tindfjallajökuls, með Andra Snæ Magnasyni rithöfundi sem sýnir á sér nýja hlið sem hraðafíkill, bæði á skíðum og fjallahjóli. Við komum við í Landmannalaugum með Ferðafélagi barnanna og förum loks á hlaupaskóm upp um fjöll og firnindi í Vestmannaeyjum með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Elísabetu Margeirsdóttur hlaupakonu. Svokölluð sjötindaleið var farin með viðkomu á Blátindi, sem er ekki fyrir lofthrædda.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.


Þessar þáttaraðir eru áhorfendum að góðu kunnar, enda eru þættirnir bæði afar fræðandi og skemmtilegir. Að þessu sinni fræðumst við um mannslíkamann.

Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Ylfa og Máni kenna okkur að baka banamöffins, þar sem hægt er að nýta gamla banana í þess að henda þeim.
Hér er uppskriftin:
250g heilhveiti
100g hrásykur
50g haframjöl
2tsk lyftiduft
1tsk kalinn
½tsk salt
2 egg
3 brúnir vel þroskaðir bananar
1msk hunang
Og smjör til að smyrja á þegar möffinsið er tilbúið.
Aðferð:
Hitið ofnin í 190 gráður
Blandaðu öllum þurrefnum saman í skál
Blandaðu öllum blautefnunum saman í aðra skál
Blandaðu síðan öllu rílega saman með sleif
Settu deifið í form
Bakaðu í 20-25 mínútur við 190° hita.
Dídí og Aron fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hverjum þætti er eitt markmið tekið fyrir. Við getum öll lagt okkar af mörkum svo hægt sé að ná heimsmarkmiðunum fyrir árið 2030 og í kjölfarið gera heiminn að betri stað. Umsjón: Aron Gauti Kristinsson og Steinunn Kristín Valtýsdóttir. Þættirnir eru unnir í samstarfi við forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið.
Við eigum öll rétt á jöfnum tækifærum í lífinu. Ímyndaðu þér til dæmis ef þú værir að spila Lúdó við besta vin þinn og hann væri með tening með sex á öllum hliðum og þú með tening bara með einum á öllum hliðum. Þetta væri ekki sanngjarnt og allar líkur á því að vini þínum myndi ganga mun betur í spilinu. Svona er líka hægt að horfa á heiminn og tækifærin sem krakkar hafa til að lifa góðu lífi og láta drauma sína rætast - það er ekki jafnt gefið og því þarf að breyta.

Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Skaparar og keppendur eru: Júlía Kristey Gunnarsdóttir og Hinrik Dagur Gunnarsson og þau búa þau til loftfar á 10 mínútum.
En hvað gerist í slímklefanum??? Hver vinnur spurningakeppnina? Hver tapar?

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.
Árin upp úr 1980 voru mikið þroskaskeið á Íslandi. Mannlífið var enn að færast úr sveit í borg, úr ballöðu-hallærislegheitum í nýbylgju, frá SÍS yfir í Sísí. Ragga Gísla hjálpaði okkur í gegnum þetta, með söng sínum, útgeislun og framtíðarskyggni. Til fílunar er nú eitt þekktasta lag hennar, Hvað um mig og þig? Tékkheftis-negla úr rassvasa Magnúsar Eiríkssonar sem kom út á plötu Magnúsar Smámyndir árið 1982. Snorri Helgason og Bergur Ebbi greina hér lagið sem aldrei fyrr, kryfja stemningu óðaverðbólguáranna og fíla að lokum lagið undir dyggri stjórn Söndru Barilli.

Kokkurinn Nisha Katona ferðast um Ítalíu og kynnist matreiðslu í ýmsum héruðum.
Þriðja þáttaröð þessara norsku leiknu þátta um samfélagið í Stafangri og breytingarnar sem urðu þegar olía fannst í sjónum úti fyrir bænum og norska olíuævintýrið hófst. Meðal leikenda eru Anne Regine Ellingsæter, Malene Wadel, Mads Sjøgård Pettersen og Pia Tjelta.

Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.

Veðurfréttir
Úkraínsk spennuþáttaröð. Þegar þrjár ungar stúlkur finnast látnar með stuttu millibili í borginni Osijek í Króatíu ákveða tveir rannsóknarlögreglumenn og tveir blaðamenn að hjálpast að við að leysa málin, en rannsókn málsins leiðir þau á hættulegar slóðir. Aðalhlutverk: Kseniia Mishyna, Goran Bogdan og Darko Milas. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Bresk glæpaþáttaröð frá 2022 byggð á sönnum atburðum. Samfélagið í námuþorpi á Mið-Englandi sundrast þegar tveir íbúar þess finnast myrtir. Lögregluna grunar að morðin tengist yfirstandandi námuverkfalli. Aðalhlutverk: David Morrissey, Lesley Manville og Robert Glenister. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Umfjallanir um leiki Íslands í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta.
Upphitun fyrir leik Íslands og Ísraels í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta.

Útsendingar frá leikjum Íslands í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta.
Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta.

Umfjallanir um leiki Íslands í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta.
Uppgjör á leik Íslands og Ísraels í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.