Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, er gestur Kastljós og ræðir yfirvofandi verkfall lækna.. Önnur atkvæðagreiðsla um verkfallið hófst síðdegis. Um þúsund læknar á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum höfðu áður boðað verkfallsaðgerðir 18. nóvember sem ríkið taldi ólögmætar. Þá er rýnt í kosningarnar vestanhafs. Jón Björgvinsson fréttaritari heyrði í kjósendum í sveifluríkinu Wisconsin og Björn Malmquist fréttamaður var í beinni frá stærsta sveifluríkinu Pennsylvaníu. Svo hittum við arkitektinn Arnhildi Pálmadóttur sem nýverið hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir vinnu sína með umhverfisvæn byggingarefni.
Tíunda þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Það eru tæpur mánuður í kosningar, framboðslistar hafa verið kynntir og frambjóðendur eru í óðaönn að kynna stefnumál sín fyrir kjósendum. Gestir Silfursins voru Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalista í Suðvesturkjördæmi, Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem er í öðru sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður.
Í seinnihluta þáttar spáðum við í spilin fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum með þeim Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur, Friðjóni R. Friðjónssyni og Birtu Björnsdóttur.
Hvaða íslensku dægurlög hafa hljómað fyrst og fremst á Rás 2 síðustu 40 ár? Hvað einkennir síðustu fjóra áratugi í íslenskri tónlist? Þessum spurningum og fleirum verður svarað í Fyrst og fremst, laufléttum þáttum sem fanga uppáhaldslögin af Rás 2 á 40 ára afmælinu. Umsjón: Kristján Freyr Halldórsson.
Heimildarþættir frá 2023 um sögu raftónlistar á Norðurlöndunum. Norræn raftónlist hefur notið vinsælda víðs vegar um heiminn síðan á níunda áratug síðustu aldar og hún hefur átt stóran þátt í að móta senuna. Fjallað er um tónlistarfólk eins og Björk, Röyksopp, Kygo, Aqua og E-Type.
Umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins.
Torg kvöldsins var tileinkað ungum kjósendum. Hvaða mál skipta þá mestu máli fyrir kosningarnar, hvar sækja þau upplýsingar og eru flokkarnir að höfða til þeirra. Þátttakendur í pallborði voru Hjördís Freyja Kjartansdóttir, 19 ára stúdent úr FÁ og formaður ungliðahreyfingar UNICEF, Kjartan Leifur Sigurðsson, 21 árs lögfræðinemi, Anna Sonde, 18 ára nemi í Verzlunarskóla Íslands, Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir, 18 ára stallari nemendafélags Menntaskólans við Laugarvatn, Birta Björnsdóttir Kjerúlf, 24 ára meistaranemi í alþjóðasamskiptum og Sturla E. Jónsson, stjórnmálafræðinemi, 21 árs.
Auk þess var rætt við Jón Gunnar Ólafsson, lektor í fjölmiðlafræði og Tinnu Isebarn framkvæmdastjóra Landssambands ungmennafélaga.
Ný bresk heimildarþáttaröð þar sem arkitektinn og sjónvarpsmaðurinn George Clarke ferðast um Bandaríkin og kynnir sér einkenni bandarískrar hönnunnar.
Stuttir breskir gamanþættir frá 2022 eftir Dylan Moran. Parið Dan og Carla stendur á tímamótum. Dan var nýlega sagt upp störfum og Carla veltir fyrir sér hvort lífið hafi ekki upp á meira að bjóða. Aðalhlutverk: Dylan Moran og Morgana Robinson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Önnur þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta. Deilur milli glæpagengja valda glundroða á götum Belfast og nýliðum innan lögreglunnar er ýtt út á ystu nöf bæði í starfi og einkalífi. Aðalhlutverk: Nathan Braniff, Sian Brooke og Katherina Devlin. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Fróðlegir skemmtiþættir þar sem Sigtryggur Baldursson fjallar um örnefni á Íslandi frá ýmsum sjónarhornum. Dagskrárgerð: Guðlaugur Maggi Einarsson.
Fréttastofa RÚV verður kosningavöku vegna forsetakosninga í Bandaríkjunum.
Fylgst verður talningu atkvæða og úrslitum kosninganna auk þess sem fjallað verður um kosningabaráttuna og stöðuna í Bandaríkjunum út frá ýmsum hliðum. Þá heyrum við frá Birni Malmquist, fréttamanni, sem staddur verður í Bandaríkjunum.
Útsendingunni stýrir Birta Björnsdóttir. Gestir verða Silja Bára Ómarsdóttir, doktor í stjórnmálafræði, og Oddur Þórðarson, fréttamaður.