Íslenskir viðtalsþættir þar sem skyggnst er inn í líf fólks sem nýtur eftirlaunaáranna á aðdáunarverðan og jákvæðan hátt. Í hverjum þætti fáum við innsýn í líf einnar manneskju, heyrum sögu hennar, lífssýn og lærdóm sem hún hefur dregið af lífinu, auk þess sem við ræðum þær áskoranir sem fylgja því að eldast. Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Framleiðsla: Elín Sveinsdóttir.
Páll Benediktsson og Birna Björg Berndsen ventu kvæði sínu í kross árið 2020 þegar Páll fór á eftirlaun og fluttu í kúlulaga glerhús rétt utan við Hellu á Rangárvöllum. Í glerhýsinu, Auðkúlu, búa þau og reka kaffihús í dyragættinni heima hjá sér. Sannkallaður ævintýraskógur umlykur Auðkúlu og þau hafa byggt tvö gistihús á jörðinni.

Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir.
Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir. Dómari: Sveinn Guðmarsson.
Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir. Dómari: Sveinn Guðmarsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Íslensk þáttaröð í átta hlutum um líf fólks sem býr við skerta starfsgetu og/eða líkamlega fötlun af ýmsum toga. Í þáttunum fylgjumst við með fólki á öllum aldri, víða um land, í ýmsum störfum og með ólíka fötlun og fjölskyldugerð. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja.
Í þessum þætti segir Unnur Hrefna Jóhannsdóttir sögu sína. Hún greindist með geðhvörf og flogaveiki á árum áður en hefur alla tíð haft trú á styrkleikum sínum og lífskrafti.

Danskir þættir um ungt fólk sem á það sameiginlegt að standa frammi fyrir erfiðleikum í lífi sínu og þurfa að finna leið til að kljást við þá.

Í þáttaröðinni ræðir Eva María Jónsdóttir við konur sem hafa rutt brautina í einhverjum skilningi. Konurnar hafa bæði fengist við störf sem teljast hefðbundin karlastörf, fetað hina hálu braut stjórnmálaframa og komið fram með nýjungar á markaði eða í listum. Þær lýsa á mjög fjölbreyttan hátt glímu sinni við starfið, almenningsálitið og löngun til að stækka eigin hugmyndaheim. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Gunnhildur Emilsdóttir er ein þeirra sem vildi bjóða upp á grænmetisfæði í Reykjavík. Hún var enn mjög ung þegar hún seldi grænkeramat í óleyfi en með aukinni reynslu fór hún að selja óhefðbundna matreiðslu sína á hefðbundnari hátt. Með elju sinni og tilraunum tók Gunnhildur virkan þátt í vakningunni sem orðið hefur um gildi grænmetisneyslu manna.

Danskir þættir þar sem við kynnumst fatahönnuðum sem leggja áherslu á fjölbreytileika og sjálfbærni.

Tónlistarþættir þar sem Jón Ólafsson píanóleikari spjallar við dægurlagahöfunda og tónlistarmenn og tekur með þeim lagið. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Gestur í þessum þætti er Eyjólfur Kristjánsson.


Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.

Jojo er alveg að verða fimm ára. Hún er svo heppin að búa í nágrenni við ömmu sína. Saman bralla þær ýmislegt

Stutt innslög frá þeim Jasmín og Jómba þar sem þau tala um tónlist og tónfræði.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Danskir þættir þar sem farið er ofan í kjölinn á þekktum dönskum skáldsögum.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.

Leiknir norskir þættir byggðir á sönnum atburðum. Vinirnir Benjamin og Elias eru 15 ára og horfa spenntir til framtíðar. Einn örlagaríkan janúardag árið 2001 breytir skelfilegur atburður öllu. Aðalhlutverk: Sam Ashraf, Emil Stenseth, Torbjørn Aamodt og Lee Boardman. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarmynd í tveimur hlutum frá 2011 í leikstjórn Martins Scorseses um ævi og feril bítilsins George Harrisons. Í myndinni er notast við viðtöl við samferðafólk Harrisons, myndefni frá tónleikum og ljósmyndir og upptökur úr einkasafni.
Bresk sakamálamynd í tveimur hlutum byggð á samnefndri skáldsögu eftir Agöthu Christie. Árið 1954 kemst hinn ungi Luke Fitzwilliam óvænt á slóð raðmorðingja þegar hann hittir fröken Pinkerton um borð í lest til Lundúna. Hún er á leið til lögreglunnar að tilkynna dularfull dauðsföll í heimabæ sínum sem morð. En þegar fröken Pinkerton finnst látin áttar Fitzwilliam sig á því að hann þarf að finna morðingjann áður en fórnarlömbin verða enn fleiri. Aðalhlutverk: David Johnsson, Mathew Baynton og Nimra Bucha. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Leikir í bikarkeppni karla í körfubolta.
Leikur Vals og Keflavíkur í 8-liða úrslitum VÍS-bikarkeppni karla í körfubolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Eftirminnilegir leikir íslenska karlalandsliðsins í handbolta í gegnum tíðina. Söguleg augnablik, óvæntir sigrar og leikir sem mótuðu handboltasögu þjóðarinnar.
Íslenska liðið hefur sjaldan litið jafn ógnarsterkt út og á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Hver andstæðingurinn á fætur öðrum var sigraður og eftir nauman eins marks sigur á Svíþjóð gat íslenska liðið svo gott sem tryggt sigur í riðlinum með sigri á Frakklandi. Frakkar voru ríkjandi Ólympíumeistarar og heimsmeistarar. Í Koparkassanum í London voru Frakkar lagðir að velli, hefnd fyrir 2008. Ísland vann riðilinn og flaug í 8-liða úrslit. Stjörnurnar á þessu móti voru Aron Pálmarsson, Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Alexander Petersson, Snorri Steinn Guðjónsson, Arnór Atlason, Róbert Gunnarsson og Björgvin Páll Gústavsson, svo einhverjir séu nefndir.