
Litla Ló býr með Kisu, bróður sínum Húgó, foreldrum sínum - og líka álfinum Búa sem býr í holu í veggnum. Búi er algjör töframaður og á hverjum degi býður hann Litlu Ló og Kisu í nýtt ævintýri úti í náttúrunni.

Íslensk fjölskyldu- og barnamynd í leikstjórn Guðnýjar Halldórsdóttur frá árinu 1998.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Talsett fjölskyldumynd frá 2019. Simbi er fjörugur ljónsungi sem hlakkar til að taka við af föður sínum sem konungur dýranna þegar hann verður stór. Illur föðurbróðir hans, Skari, hefur þó sín eigin áform sem ógna friðsælu ríkinu.
Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson skoða gamalt myndefni sem tengist jólunum og varðveitt er í Kvikmyndasafni Íslands. Þar eru meðal annars myndir frá jólaundirbúningi, jólaverslun, jólaboðum og jólatrésskemmtunum - af prúðbúnu fólki, kökum og jólatrjám, ýmist með rafljósum eða lifandi kertum. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Hátíðleg stund tileinkuð fjölmenningu á jólum. Tónlist flytja Gunnar Gunnarsson, Jóel Pálsson, Ásgeir Ásgeirsson og Matthildur Hafliðadóttir ásamt hljómsveitinni Möntru, Sönghópnum við Tjörnina og Barnakórnum við Tjörnina undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur og forstöðumaður Fríkirkjunnar í Reykjavík, og Dagur Fannar Magnússon, prestur safnaðarins, leiða hátíðarstundina. Einnig koma fram gestir sem aðhyllast aðrar trúarhefðir og flytja kveðjur, hugleiðingar og bænarorð í anda fjölmenningar. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson. Framleiðsla: Fríkirkjan í Reykjavík.
Upptaka frá jólatónleikum Baggalúts í Háskólabíói 2019. Jólastórsveit Baggalúts, gestir og leynigestir spila og syngja gömlu lummurnar í bland við glansandi ferska smelli. Allt sem þú þarft til að koma þér í klikkaðan jólafíling. Stjórn upptöku: Gísli Berg. Framleiðsla: Baggalútur.
Sænsk ævintýramynd frá 2020. Nellý er ung stúlka sem fer í sveitina til Hannibals frænda síns í haustfríinu. Hana fer fljótlega að gruna að frændinn sé ekki allur þar sem hann er séður. Þegar hún kemst að því að hann er skrímslaspæjari flækist hún í alls kyns ævintýri og þarf að glíma við drauga, vampírur og varúlfa. Myndin er talsett á íslensku. Leikstjóri: Amanda Adolfsson. Aðalhlutverk: Matilda Gross, Johan Rheborg og Marianne Mörck.
Hátíðlegir fjölskyldutónleikar fyrir börn á öllum aldri. Ungir hljóðfæraleikarar, ballettdansarar og kórar koma fram með hljómsveitinni og flytja sígildar jólaperlur ásamt einsöngvurunum Kristjönu Stefánsdóttur, Einari Erni Magnússyni og Kolbrúnu Völkudóttur. Kynnir er trúðurinn Barbara og um tónsprotann heldur Elias Brown. Tónleikarnir eru túlkaðir á táknmál.

Leppalúði týnir Jólakettinum enn eitt árið. Yfir sig stressaður yfir viðbrögðum Grýlu fær hann Odd með sér til að hjálpa við leitina. Áróra slæst svo með í för eftir að hafa lent í skrautlegu ævintýri þegar óvæntur glaðlegur gestur birtist í jólaundirbúningnum.
Loft og Sjón fylgjast spennt með í sannkölluðu jólastuði.
Tekst hópnum að finna Jólaköttinn fyrir jólin?

Tónlistarmyndband við lagið JÓL eftir Sverri Guðjónsson með texta Hrafns Gunnlaugssonar og í útsetningu Huga Guðmundssonar.
Íslensk stuttmynd frá 2024 sem dregur upp svipmyndir úr lífi og samfélagi á Vestfjörðum yfir jólahátíðina. Í forgrunni er tíminn - hvernig hann líður, hvernig hann tengir fólk saman og fegurð augnabliksins í aðdraganda jóla. Leikstjóri: Rúnar Ingi Einarsson. Framleiðsla: Norður.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Veðurfréttir.

Upptaka frá tónleikum Laufeyjar Línar ásamt Los Angeles Fílharmóníunni á hinu sögufræga sviði Hollywood Bowl árið 2024. Í myndinni er skyggnst á bak við tjöldin við undirbúning tónleikanna.

Kvikmynd frá 2024 í leikstjórn Baltasars Kormáks, byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Kristófer, sjötugur ekkill á eftirlaunum, leggur upp í ferð yfir hálfan hnöttinn í miðjum heimsfaraldri í von um að finna skýringu á afdrifum kærustu sinnar sem lét sig hverfa frá London 50 árum fyrr. Aðalhlutverk: Egill Ólafsson, Kôki, Pálmi Kormákur Baltasarsson og Masahiro Motoki.
Bandarísk söngvamynd frá 2007 með tónlist eftir Bítlana. Myndin gerist á sjöunda áratugnum og segir frá Jude, ungum manni frá Liverpool sem fer til Bandaríkjanna í leit að föður sínum. Ferðin reynist upphafið að heilmiklu ævintýri þar sem bylting, Víetnamstríðið og ástin koma við sögu. Leikstjóri: Julie Taymor. Aðalhlutverk: Jim Sturgess, Evan Rachel Wood og Joe Anderson. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Kristófer, a seventy-year-old widower in retirement, sets out on a journey across half the globe in the midst of a pandemic, hoping to uncover the truth about the fate of his girlfriend, who disappeared from London fifty years earlier. The film is based on a novel by Ólafur Jóhann Ólafsson. Director: Baltasar Kormákur. Starring: Egill Ólafsson, Kōki, Pálmi Kormákur Baltasarsson, and Masahiro Motoki.