Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Hann ræddi við Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing, sem rannsakar þátttöku þingmanna í alþjóðastarfi í doktorsverkefni sínu. Hann ræddi líka stuttlega um vandræði norsku konungsfjölskyldunnar, eftir að stjúpsonur krónprinsins var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um alvarleg ofbeldisbrot.
Við forvitnuðumst um nýja greiðslulausn - Blikk - sem gerir fólki kleift að millifæra greiðslur beint til seljenda án þess að nota kort og borga þannig færslugjöld. Bjarni Gaukur Sigurðsson framkvæmdastjóri og Jónína Gunnarsdóttir rekstrarstjóri Blikk komu til okkar og sögðu frá þessari nýju lausn, sem á sér fyrirmyndir meðal annars á hinum Norðurlöndunum.
Í síðasta hluta þáttarins var rætt við Lýð Pálsson sagnfræðing um sögu Ölfusárbrúa. Langt er síðan áin var fyrst brúuð, og í gær var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri brú sem taka á í gagnið árið 2028.
Tónlist:
GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson - Morgunsól.
Roberta Flack - The first time I ever saw your face.
Veðurstofa Íslands.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Aldin er heitið á hreyfingu fólks sem komið er á þriðja aldursskeiðið, eða samtök eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá eins og þau segja sjálf. Mörg þeirra eru afar og ömmur og þau vilja leggja lóð sín á vogaskálarnar til að knýja á um þær breytingar sem þarf til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, fyrir afkomendur sína og komandi kynslóðir. Við hittum hluta af hópnum í gær, þar sem þau voru samankomin í húsnæði FÍH á fyrstu kóræfingu nýstofnaðs kórs samtakanna. Við töluðum við Laufeyju Steingrímsdóttur og Ludvig Guðmundsson og fengum til dæmis að vita hvernig þau ætla að nýta sér söngraddirnar til að koma skilaboðum sínum á framfæri.
Svo töluðum við við hjónin Trausta Hafsteinsson og Rún Kormáksdóttur, en þau kynntust í kennaranámi fyrir tæpum þremur áratugum. Þau störfuðu bæði við kennslu en fljótt fór að koma í ljós mikill áhugi beggja á ferðalögum. Trausti gerðist fararstjóri erlendis og til að gera langa sögu stutta, þar sem þau meðal annars bjuggu í tólf ár á Tenerife, hafa þau í rauninni bæði ferðast sjálf út um allan heim síðan, til dæmis um alla Suður-Ameríku og Bandaríkin, auk þess að vinna í ferðamálum. Þau fluttu aftur til Íslands í heimsfaraldrinum og eftir enn eina ævintýraferðina, nú til Egyptalands og Marokkó, ákváðu þau að setja á stofn eigin ferðaskrifstofu þar sem þau bjóða upp á ferðir á framandi slóðir, ekki þessa hefðbundnu staði sem Íslendingar ferðast á í stórum hópum. Trausti og Rún sögðu okkur ferðasögu sína í þættinum.
Tónlist í þættinum
Hafið eða fjöllin / Fjallabræður (Ólafur Ragnarsson)
Jörðin sem ég ann / Magnús Þór Sigmundsson (Magnús Þór Sigmundsson)
Ferðabar / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Uppstoppuðu pólsku villisvíni á stærð við manneskju var stolið úr bílskúr á heimili fjölskyldu í Hafnarfirði árið 1997. Villisvínið hafði þá verið í eigu fjölskyldunnar sem átti það í tæpan áratug og hafði fengið nafnið Villi.
18 árum síðar var villisvíninu skilað til eigenda sinna sem þá bjuggu í Kópavogi. Með því fylgdi dagbók sem það hafði ritað um árabil og fótósjoppaðar myndir af ferðum þess um heiminn.
Hákon Björn Högnason, sonur hjónanna sem keyptu villisvínið á markaði í Póllandi árið 1988, segir okkur sögu Villa.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Í gær var haldin minningarstund í húsnæði Samtakanna 78. Tilefnið var minningardagur trans fólks sem haldinn er árlega, þann 20. nóvember, þar sem þess trans fólks sem hefur verið myrt eða tekið eigið líf er minnst. Við fórum í heimsókn síðdegis í gær til að fylgjast með undirbúningi athafnarinnar og ræða við skipuleggjendur.
Gestabækur geta veitt innsýn inn í skoðanir, viðhorf og tilfinningar þeirra sem í þær skrifa og gildi þeirra sem sagnfræðileg heimild hefur aukist á síðustu árum. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í sagnafræði, hefur rannsakað gestabækur Hins íslenska reðasafns og hann kíkir í heimsókn og segir okkur frá ýmsu gáfulegu sem birtist í bókunum.
Og síðan heyrum við tólfta innslag Þorgerðar Maríu Þorbjarnardóttur, formanns Landverndar, sem er á COP29-ráðstefnunni í Aserbaídjan.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum verður fjallað um ár í tónlistarsögunni sem verður að teljast að mörgu leyti sorglegt, að minnsta kosti settu sorglegir atburðir svip á þetta ár þegar litið er til fjögurra merkra tónskálda. Tónskáldin eru systkinin Felix og Fanny Mendelssohn og hjónin Robert og Clara Schumann, og árið er 1847. Öll tónlist sem flutt verður í þessum þætti er samin það ár eða tengist því. Þar á meðal eru þættir úr píanótríóum eftir Clöru Schumann og Fanny Mendelssohn, konsertþáttur í f-moll eftir Clöru Schumann, sönglagið "Auf der Wanderschaft" (Á veginum) eftir Felix Mendelssohn og söngdúettinn "Wiegenlied am Lager eines kranken Kindes" (Vögguljóð við rúmstokk hjá veiku barni) eftir Robert Schumann. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Af nokkrum bandarískum tónlistarfrumkvöðlum.
Umsjón: Elísabet Indra Ragnarsdóttir.
Áður flutt: 2004.
Í þættinum er fjallað um bandaríska tónskáldið Henry Cowell (1897-1965).
Rætt er við fræðimanninn og stjórnandann Joel Sachs.
Lesari er Freyr Eyjólfsson.
Umsjón: Elísabet Indra Ragnarsdóttir
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Fyrir nokkrum árum síðan varð myndlistarkonan Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir vör við fjölgun flóttamanna í heimabæ sínum, Hafnarfirði. Hún tók líka eftir því að þar var fátt sem greip fólkið og ákvað að hafa frumkvæði að því að búa til vettvang þar sem fólk með ólíkan bakgrunn hefði tækifæri til þess að kynnast og taka þátt í samfélaginu. Úr varð fjölbreytt starf með reglulegum listasmiðjum, viðburðum og samverustundum og stofnun hjálparsamtakanna GETU, sem styður við flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd í Hafnarfirði, Kópavogi og nágrenni. Hafnarborg er meðal samstarfsaðila GETU og þar verður á laugardag boðið upp á fjöltyngda listasmiðju þar sem arabísk leturtákn verða innblástur fyrir listræna sköpun, undir leiðsögn listamannanna Yöru Zein og Ingunnar Fjólu. Við lítum við á vinnustofu þeirra í hafnarfirði og heyrum af viðburðinum og samstarfinu.
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins var stofnuð fyrir 20 árum og heldur upp á það með tvennum tónleikum í Langholtskirkju um helgina. Sveitin var stofnuð um það leyti sem sett var tónlistardeild við Listaháskóla Íslands því það vantaði vettvang fyrir nemendur Gunnsteinn Ólafsson hljómsveitarstjóri er einn stofnenda hljómsveitarinnar og verður gestur okkar í þætti dagsins.
Reykjavík Dance Festival lauk eftir nokkurra daga veislu síðastliðinn sunnudag. Katla Ársælsdóttir og Nína Hjálmarsdóttir fóru á nokkrar sýningar sem þær munu rýna í, í þætti dagsins og í næsta þætti. Katla ríður á vaðið í dag með umfjöllun um Konukroppa og When a duck turns 18 a boy will eat her.
En við hefjum þáttinn á símtali við semballeikarann Halldór Bjarka Arnarson, sem búsettur er í Sviss, en heldur tónleika undir yfirskriftinni Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma, í Breiðholtskirkju á laugardag.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Við ræðum við leikstjórann, Dag Kára Pétursson um nýjustu kvikmynd sína, Hygge. Hygge er dönsk endurgerð á ítölsku myndinni Perfetti sconosciuti, sem hefur verið endurgerð hvað oftast af öllum kvikmyndum, oftar en 28 sinnum. Í fyrra kom út íslenska endurgerðin, Villibráð.
Þórdís Nadia Semichat fjallar um Dóminikanska tónlistarmanninn Saso. Tónlist Saso er meira en bara skemmtun; hún er menningarhreyfing sem ætlað er að kveikja samtöl um kynþátt og varanleg áhrif afrískrar tvístrunar, eða díasporu, á alþjóðlega tónlist, segir Nadia m.a. í pistli sínum.
Við fáum að lokum upplýsingar um dagskrá Bíóteksins sem verður haldið á sunnudaginn í Bíó Paradís. Esther Bíbí fer yfir dagskránna sem Kvikmyndasafn Íslands stendur fyrir.
Kvöldfréttir útvarps
Brot úr Morgunvaktinni.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Talandi allskonar (Ghana)
Strákurinn sem gleymdi að ganga frá tánöglunum sínum (Kórea)
Þrumubörnin (Grænland)
Leikraddir:
Bjarni Gunnar Jensson
Embla Steinvör Stefánsdóttir
Eva Halldóra Guðmundsdóttir
Fjölnir Ólafsson
Guðni Tómasson
Hafsteinn Vilhelmsson
Hildur Óskarsdóttir
Jóhannes Ólafsson
Karín Rós Harðardóttir
Pétur Grétarsson
Ragnar Eyþórsson
Sigríður Salka Fjölnisdóttir
Tómas Ævar Ólafsson
Vala Bjarney Gunnarsdóttir
Valgeir Hugi Sigurðsson
Viktoría Blöndal
Handrit, lestur, klipping og hljóðskreyting: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Hlustendum veitt innsýn í efnisskrá tónleika kvöldsins.
Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Á efnisskrá:
*Píanókonsert nr. 4 eftir Ludwig van Beethoven.
*Sinfónía nr. 8 eftir Dimitríj Shostakovitsj.
Einleikari: Jan Lisiecki.
Stjórnandi: Andris Poga.
Kynnir: Pétur Grétarsson.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Aldin er heitið á hreyfingu fólks sem komið er á þriðja aldursskeiðið, eða samtök eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá eins og þau segja sjálf. Mörg þeirra eru afar og ömmur og þau vilja leggja lóð sín á vogaskálarnar til að knýja á um þær breytingar sem þarf til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, fyrir afkomendur sína og komandi kynslóðir. Við hittum hluta af hópnum í gær, þar sem þau voru samankomin í húsnæði FÍH á fyrstu kóræfingu nýstofnaðs kórs samtakanna. Við töluðum við Laufeyju Steingrímsdóttur og Ludvig Guðmundsson og fengum til dæmis að vita hvernig þau ætla að nýta sér söngraddirnar til að koma skilaboðum sínum á framfæri.
Svo töluðum við við hjónin Trausta Hafsteinsson og Rún Kormáksdóttur, en þau kynntust í kennaranámi fyrir tæpum þremur áratugum. Þau störfuðu bæði við kennslu en fljótt fór að koma í ljós mikill áhugi beggja á ferðalögum. Trausti gerðist fararstjóri erlendis og til að gera langa sögu stutta, þar sem þau meðal annars bjuggu í tólf ár á Tenerife, hafa þau í rauninni bæði ferðast sjálf út um allan heim síðan, til dæmis um alla Suður-Ameríku og Bandaríkin, auk þess að vinna í ferðamálum. Þau fluttu aftur til Íslands í heimsfaraldrinum og eftir enn eina ævintýraferðina, nú til Egyptalands og Marokkó, ákváðu þau að setja á stofn eigin ferðaskrifstofu þar sem þau bjóða upp á ferðir á framandi slóðir, ekki þessa hefðbundnu staði sem Íslendingar ferðast á í stórum hópum. Trausti og Rún sögðu okkur ferðasögu sína í þættinum.
Tónlist í þættinum
Hafið eða fjöllin / Fjallabræður (Ólafur Ragnarsson)
Jörðin sem ég ann / Magnús Þór Sigmundsson (Magnús Þór Sigmundsson)
Ferðabar / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Við ræðum við leikstjórann, Dag Kára Pétursson um nýjustu kvikmynd sína, Hygge. Hygge er dönsk endurgerð á ítölsku myndinni Perfetti sconosciuti, sem hefur verið endurgerð hvað oftast af öllum kvikmyndum, oftar en 28 sinnum. Í fyrra kom út íslenska endurgerðin, Villibráð.
Þórdís Nadia Semichat fjallar um Dóminikanska tónlistarmanninn Saso. Tónlist Saso er meira en bara skemmtun; hún er menningarhreyfing sem ætlað er að kveikja samtöl um kynþátt og varanleg áhrif afrískrar tvístrunar, eða díasporu, á alþjóðlega tónlist, segir Nadia m.a. í pistli sínum.
Við fáum að lokum upplýsingar um dagskrá Bíóteksins sem verður haldið á sunnudaginn í Bíó Paradís. Esther Bíbí fer yfir dagskránna sem Kvikmyndasafn Íslands stendur fyrir.
Útvarpsfréttir.
7:05 - Ræðum við Fannar Jónasson bæjarstjóra Grindavíkur um nýjasta eldgosið á Sundhnjúksgígaröðinni.
7:15 - Tökum stöðuna hjá Helgu Árnadóttur framkvæmdastjóra hjá Bláa Lóninu.
7:30 - Heyrum í Ásrúnu Helgu Kristinsdóttur forseta bæjarstjórnar í Grindavík. Hún hefur sofið í Grindavík síðustu tvo mánuði en yfirgaf bæinn í gærkvöldi áður en hræringar hófust.
7:45 - Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur leit við hjá okkur og fór yfir það sem við vitum um gosið, tíunda kvikuhlaupið á þessu eldsumbrotatímabili Reykjanesskagans.
8:05 - Við höldum síðan áfram að ræða við frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis, í þetta skiptið Grím Grímsson, yfirlögregluþjón, sem skipar þriðja sætið á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, og Kolbrúnu Baldursdóttur, borgarfulltrúa, sem skipar annað sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík suður.
8:30 - Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í gær íbúakosningu um Coda Terminal- verkefni Carbfix sem mikið hefur verið deilt um í bænum. Við ræðum stöðu málsins og komandi íbúakosningu við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra.
8:45 - Úkraínuher er sagður hafa skotið breskum flugskeytum yfir til Rússlands í fyrsta sinn í gær. Flugskeytin eru af tegundinni Storm Shadow og drífa um 500 kílómetra en á mánudag var bandarískum flugskeytum skotið á rússnesk skotmörk í Rússlandi. Við ætlum að ræða þessar vendingar og þessi vopn við Kristján H. Johannessen, fréttastjóra á Morgunblaðinu, sem þekkir vel til hvað varðar þau vopn sem notuð eru í stríðinu.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Helgi Hóseasson fæddist á þessum degi, það gerði Voltaire einnig svo eru alls kyns hlutir sem við förum yfir eins og alltaf ásamt góðri tónlist fram eftir degi.
Lagalisti:
BJÖRK - Human Behaviour.
Dasha - Austin.
HOZIER - Take Me To Church.
FOALS - My Number.
Lady Blackbird - Like a Woman.
ROLLING STONES - Street Fighting Man.
RAGE AGAINST THE MACHINE - Renegades of Funk.
Sigurður Halldór Guðmundsson Tónlistarm., Bríet - Komast heim.
TALKING HEADS - Road To Nowhere.
Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Bensínljós.
BASTILLE - Pompeii.
Timberlake, Justin - Selfish.
Perez, Gigi - Sailor Song.
U2 - Vertigo.
WOMACK & WOMACK - Teardrops.
Moses Hightower - Lífsgleði.
pale moon - I confess.
Anna Katrín Richter - Got Me Feeling Like.
DIDO - Thank You.
DannyLux, Black Keys, The - Mi Tormenta.
Tears for Fears - The Girl That I Call Home.
Jungle - Let's Go Back.
EVERYTHING BUT THE GIRL - Missing (Todd Terry Club Remix).
Una Torfadóttir - Dropi í hafi.
LANA DEL RAY - Doin' Time.
Cyrus, Miley, Beyoncé - II MOST WANTED.
BARENAKED LADIES - One Week.
TWO DOOR CINEMA CLUB - Something Good Can Work.
Lady Gaga - Disease.
Cure Hljómsveit - A fragile thing.
Erla og Gréta - Aðgangur bannaður.
JÚNÍUS MEYVANT - Gold laces.
STEELY DAN - Hey Ninteen.
Bubbi Morthens - Settu það á mig.
Emilíana Torrini - Let?s keep dancing.
HAFDÍS HULD - Synchronised Swimmers.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi og Lovísa saman að nýju í Popplandi dagsins, Árni Matt og Júlía Ara gerðu upp plötu vikunnar, Lífið er ljóðið okkar. Póstkassinn var opnaður með kveðjum frá Gugusar og Klaufum, nýtt lag frá Betu og margt annað skemmtilegt.
Það standa yfir stíf fundarhöld í húsnæði sáttasemjara þar sem kjaraviðræður Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitafélaga eru í gangi. Þetta er þriðji dagurinn í röð þar sem fundað hefur verið frá morgni til kvölds og við heyrðum í Magnúsi Þór Jónssyni formanni Kennarasambands Íslands.
Foreldrar barna í Seljaskóla safna nú undirskriftum í þeirri von að tekið verði upp símafrí í skólanum. Þau vilja að borgaryfirvöld beiti sér fyrir því að slíkar reglur verði teknar upp í öllum grunnskólum borgarinnar. Fanney Karlsdóttir og Leifur Gunnarsson foreldrar barna við skólann mættu til okkar í Síðdegisútvarpið.
Á dögunum kynnti Mosfellsbær aðgerðir í þágu barna og unglinga í Mosfellsbæ. Átakið hefur fengið nafnið „Börnin okkar“ og felur í sér aukafjárveitingu uppá 100 milljónir sem verða notaðar í 27 viðbótaraðgerðir. Regína Ásvaldsdóttir er bæjarstjóri í Mosfellsbæ hún kom til okkar.
Í dag er stór dagur á Akranesi því Einarsbúð er nítíu ára. Hún hefur verið hluti af lífi margra skagamanna í gegnum tíðina en hún hefur verið rekin af sömu fjölskyldunni frá upphafi. Við hringdum upp á Skaga í afmælisveisluna og heyrðum í Guðna Kristni Einarssyni verslunareiganda.
Nú skruppum í bókabúð í Brussel, þar sem María Elísabet Bragadóttir rithöfundur var að lesa upp úr bókinni sinni Sápufuglinn í gærkvöld - María var fyrr á þessu ári tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins, sem verða formlega afhent í Brussel í kvöld, en þessi verðlaun eru veitt upprennandi rifhöfundum í Evrópu. Sigurvegarinn í ár var danski rithöfundurinn Theis Ørntoft - en flestir þeir sem voru tilnefndir, þar á meðal María, komu fram á ýmsum viðburðum í gærkvöld - Björn Malmquist, okkar maður í Brussel var að sjálfsögðu viðstaddur og ræddi við Maríu eftir upplesturinn.
Eins og öllum ætti að vera kunnugt um þá byrjaði að gjósa uppúr klukkan 11 í gærkvöld á Sundhnúksgígaröðinni. Á línunni hjá okkur var Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Almannavarna.
Kvöldfréttir útvarps
Bein útsending frá kjördæmafundum í aðdraganda kosninga.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir og Magnús Geir Eyjólfsson
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Útvarpsfréttir.
Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.
Í Konsert vikunnar heyrum við í Skip Marley á Rototom Sunsplash Reggae festival í Benicassim á Spáni í sumar, og svo Hjálmum í Bíóhöllinni á Akranesi í júní 2019.
Skip Marley er barnabarn Bob´s Marley, - sonur Cedellu Marley sem er dóttir Bob´s og Ritu Marley. Skip er að gera það nokkuð gott, hann er t.d. með rúma milljón mánaðarlega hlustendur á Spotify og hefur tvisvar verið tilnefndur til Grammy verðlauna.
Mamma hans Skip er fædd 1967 og er næstelsta barn Ritu og Bob´s, hann er sjálfur fæddur 1996 og alinn upp á Miami. Hann var ekki gamall þegar hann fór að fikta við að spila á hljóðfæri eins og píanó, trommur, bassa og gítar, og svo að semja lög. 19 ára gaf hann út sitt fyrsta lag (2015) og var í kjölfarið boðið að koma með frændum sínum Damian og Stephen Marley í tónleikaferðinni "Catch a fire" sem farin var til minningar um Bob Marley. 2017 gerði hann útgáfusamning við Island records – sem gaf út plötur afa hans á sínum tíma.
Sumarið 2019 fóru Hjálmar í tónleikaferð um ísland og komu til dæmis við á Akranesi, í Bíóhöllinni. Þeir kölluðu ferðina; Aftur á Bak í tilefni af því að það kom út plata með lögum sem flest höfðu komið út eitt og eitt í einu á undanförnum árum. Þeir spiluðu á 15 stöðum, byrjuðu 31. Maí og 29. Júní komu þeir við á Akranesi. Við heyrum brot af þeim tónleikum í Konsert vikunnar.