Með spjót í höfðinu

Þáttur 3 af 4

Í þessum þriðja þætti af fjórum um konur í mannfræði heyrum við frásögn Jónínu Einarsdóttur sem dvaldi um árabil í Gíneu Bissá ásamt fjölskyldu sinni. Þar rannsakaði hún viðhorf mæðra gagnvart brjóstagjöf, svo og barnadauða, en Gínea Bissá er eitt af fátækustu ríkjum heims.

Frumflutt

18. júlí 2011

Aðgengilegt til

26. sept. 2025
Með spjót í höfðinu

Með spjót í höfðinu

Mannfræðingar stunda gjarnan vettvangsrannsóknir sínar á fjarlægum og framandi slóðum. Í þáttunum, sem eru fjórir talsins, heyrum við frásagnir fjögurra íslenskra kvenna sem allar eru mannfræðingar og hafa dvalið í lengri eða skemmri tíma við rannsóknir sínar í fjarlægum heimsálfum. Viðmælandi í fyrsta þætti er Kristín Loftsdóttir mannfræðingur. spjót í höfuðið er skírskotun í þær óvæntu aðstæður sem mannfræðingar lenda oft í á vettvangi - og vísar í nýútkomna bók Kristínar - Konan sem fékk spjót í höfuðið. Á næstu vikum verður einnig rætt við Ingu Dóru Pétursdóttur, Jónínu Einarsdóttur og Ásu Guðnýju Ásgeirsdóttur.

Í þáttunum segja konurnar frá lífreynslu sinni og upplifunum, meðal annars frá Níger, Malaví, Gíneu Bissá og Nepal.

Umsjón hefur Guðbjörg Helgadóttir.

Þættir

,