07:03
Morgunútvarpið
13. des - Skemmdarverk, bankakerfið og gen
Morgunútvarpið

Við byrjum á krúttlegum nótum. Við fáum Gígju Jónsdóttur, verkefnastjóri Barna- og fjölskyldudagskrár Dansverkstæðsins og Guðrún Óskarsdóttir, skólastjóra Óskanda til að segja okkur frá hreyfistundum fyrir 2 mánaða börn til skríðandi.

Fyrr í vetur voru nóbelsverðlaun í læknisfræði veitt fyrir að finna míkróRNA (miRNA) sameindir og greina hlutverk þeirra í stjórnun genatjáningar. Hvað í ósköpunum er genatjáning og afhverju skiptir þetta máli? Arnar Pálsson Prófessor í lífupplýsingafræði segir okkur betur frá því.

Við ræðum við Erling Erlingsson hernaðarsagnfræðing um öldu skemmdarverka í Evrópu sem Rússar standa fyrir og hvernig það tengist þessari umræðu um varnarmál hérna heima.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, verður gestur okkar eftir átta fréttir.

Við förum síðan yfir fréttir vikunnar venju samkvæmt í lok þáttar, í þetta skiptið með borgarfulltrúunum Alexöndru Briem og Friðjóni R. Friðjónssyni.

Er aðgengilegt til 13. desember 2025.
Lengd: 1 klst. 57 mín.
,