Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Málefni útlendinga eru fyrirferðarmikil í þjóðfélagsumræðunni þessa dagana og hafa reyndar verið um allnokkurt skeið. Umræðan er óneitanlega nokkuð þvæld eins og gjarnan gerist þegar tilfinningar og skoðanir eru í spilinu; þá vilja staðreyndir og lagabókstafur skolast til. Við glugguðum í lögin sem liggja til grundvallar þeim farvegi sem mál fara í; það eru lög um útlendinga; þau eru viðamikil og jafnvel flókin með skýrskotunum til alþjóðasamninga, alþjóðasamstarfs og reglugerða. Hjá okkur, var Jón Sigurðsson lögmaður og formaður félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Björn Malmquist fréttamaður, sem í dag er staddur í Kaupmannahöfn, ræddi meðal annars við Árna Þór Sigurðsson sendiherra um lífið í Kaupmannahöfn og samfélag Íslendinga í dönsku höfuðborginni.
Í síðasta hluta þáttarins forvitnuðumst við um starfsemi Þjóðskrár. Stofnunin sú er ein af stofnunum ársins í vali, eða kosningu Sameykis, stéttarfélags í almannaþjónustu, þar um. Flest höfum við sjálfsagt einhverjar hugmyndir um hvað þau hjá Þjóðskrá gera en okkur býður í grun að verkefnin séu jafnvel fleiri og fjölbreyttari en margir ætla. Hildur Ragnars forstjóri kom til okkar.
Tónlist:
Vilhjálmur Vilhjálmsson - Lítill drengur.
Plant, Robert, Krauss, Alison - Please read the letter.
Tatarar hljómsveit - Dimmar rósir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem hafa í 35 ár unnið að mannréttindum barna víðs vegar um heiminn. Tótla I. Sæmundsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Barnaheilla kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá helstu verkefnum samtakanna um þessar mundir, til dæmis á vettvangi í Gaza og Tyrklandi, eftir að stóri jarðskjálftinn reið þar yfir. Hún er nýkomin af fundi framkvæmdastjóra samtakanna í Istanbul þar sem verið var að leggja línurnar fyrir árið og þau verkefni sem samtökin ætla að leggja á og hún sagði okkur frá því í viðtalinu.
Ástvaldur Zenki Traustason kom svo í þáttinn og talaði við okkur um heilsuna, Zenbúddisma og tónlist. Hann er með tónleika sem hann nefnir Stefnumót við lífið. Hann sagði okkur betur frá þessu.
Að lokum kom til okkar Dr. María Rún Bjarnadóttir, yfirmaður netöryggismála hjá ríkislögreglustjóra, en hún kynnti í gær rannsóknarniðurstöður frá Íslandi, Danmörku og Svíþjóð þar sem varpað var ljósi á gerendur í málum sem snúa að stafrænu kynferðisofbeldi. Gerendur voru kortlagðir út frá aldri, kyni og tengslum þeirra við þolendur og svo voru hvatarnir á bak við brotin skoðuð. María Rún sagði okkur frá helstu niðurstöðunum í þættinum.
Tónlist í þættinum í dag:
Borð fyrir tvo / Hjálmar (Bragi Valdimar Skúlason)
Faðmlag / Kristjana Stefánsdóttir ( Kristjana Stefánsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson)
Gleym mér ei / Lay Low (Bubbi Morthens)
Hagi / Þorgrímur Jónsson (Þorgrímur Jónsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ríkisstjórnin náði í morgun samkomulagi um heildarstefnu í málefnum útlendinga. Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir samkomulagið marka tímamót. Hraða á afgreiðslu á umsóknum frá Venesúela um alþjóðlega vernd.
Um hundrað manns fóru til Grindavíkur í morgun - þar á meðal vertinn á Sjómannastofunni Vör. Hann stefnir á að opna aftur í vikunni.
Óþreyju er farið að gæta meðal iðnaðarmanna vegna hægagangs í kjaraviðræðum. Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir ekki langt í land. Stærstu verkalýðsfélögin eiga fund með Samtökum atvinnulífsins í fyrramálið.
Tveggja daga réttarhöld hófust í Lundúnum í morgun vegna beiðni lögmanna uppljóstrarans Julians Assange um að fá að áfrýja framsali hans til Bandaríkjanna.
Flugfélagið Play hefur fengið vilyrði frá hluthöfum um aukið hlutafé upp á rúma 2,5 milljarða króna. Forstjóri félagsins segir að hlutafjáraukningin styrki reksturinn til lengi tíma.
Hagnaður í landbúnaði jókst um nær fjórðung milli áranna 2021 og 2022. Formaður Bændasamtakanna segir að þar muni mestu um aukinn ríkisstuðning.
Rússnesk stjórnvöld hafna því að Vladimír Pútín forseti Rússlands eigi þátt í dauða stjórnarandstæðingsins Alekseis Navalní. Fjölskylda hans fær lík hans ekki afhent fyrr en eftir tvær vikur.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varar við hraðri útbreiðslu mislinga á heimsvísu. Einn hefur greinst hér á landi í mánuðinum og þrír í Danmörku.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Það er dýrt að búa á Íslandi og það er dýrt að ferðast um Ísland. Sérstaklega í loftinu. Það er dýrara að fljúga á milli Akureyrar og Reykjavíkur en til flestra stórborga í nær-Evrópu. Af hverju? Sunna Valgerðardóttir skoðar dýrt innanlandsflug í þætti dagsins og tekur nýlegt dæmi af fjölskyldu einhverfs drengs sem þarf nú að greiða fullorðinsfargjald fyrir hann til stuðningsfjölskyldunnar vegna þess að hann er orðinn 12 ára.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við fáum að heyra allt um nýstofnað fagfélag um mengun á Íslandi - FUMÍS. Félagið einbeitir sér að mengun í jarðvegi og vatni og vill stuðla að aukinni þekkingu á góðum og vönduðum vinnubrögðum í þeim málum. Formaður félagsins Erla Guðrún Hafsteinsdóttir ætlar að ræða við okkur á eftir.
Nikótínpúðar hafa á örfáum árum náð mikilli útbreiðslu og nú er svo komið að stór hluti ungs fólks notar þá að staðaldri - hafa gömlu tóbaksrisarnir aftur náð traustataki á almenningi? Við ræðum við Auði Hermannsdóttur, aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um markaðssigur nikótínpúðanna.
Svo kemur Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur RÚV til okkar í málfarsspjall.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Paul Lydon kom hingað í stutta heimsókn fyrir hálfum fjóðra áratug og hefur verið hér síðan. Hann hefur verið ötull þátttakandi í íslensku tónlistarlífi alla tíð, leikið á óteljandi tónleikum með grúa tónlistarmanna og gefið út plötur. Á síðustu tveimur plötum sínum, Sjórinn bak við gler og Umvafin loforðum, hefur hann leikið spunakennda píanótónlist.
Lagalisti:
Umvafin loforðum - Við opið hlið
Sanndreymi - Við gullhrísana
Tilraunaeldhúsið 1999 - Helvítis gítarsinfónían
Blek:Ink - Forgotten
Vitlaust Hús - Vitlaust Hús
Umvafin loforðum - Ilmur frá sjötta áratugnum
Sjórinn bak við gler - Sjórinn bak við gler
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þetta er framhald næsta þáttar á undan og hér segir frá hinni dramatísku atburðarás þegar George Mallory og Andrew Irvine týndust á Mount Everest í byrjun júní 1924. Aldrei hefur orðið ljóst hvort þeir náðu á tindinn og urðu þar með fyrstir til að standa á hæsta stað jarðar. Hvarf þeirra dró mikinn dilk á eftir sér. Hér segir einnig frá þeirri örlagaríku stund þegar lík annars þeirra fannst 75 árum seinna. Hvaða sögu sagði líkið um þeirra hinstu ferð?
Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
All of This is Chance nefnist plata úr smiðju írska tónlistarmannsins Lisu O'Neill, en hún kom út í fyrra og vakti þónokkra athygli. Á plötunni sækir Lisa í írska þjóðlagatónlist og miðlar textum um móðurástina, hina kvenlægu orku, föglasöng og hina vægðarlausu raun sem liggur að baki allra tákna. Við kynnum okkur þessa mögnuðu plötu í þætti dagsins.
Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur, verður einnig með okkur í þættinum og að þessu sinni hugar hún að bókunum Dulstirni og Meðan glerið sefur sem Gyrðir Elíasson sendi frá sér fyrir jól.
Við lítum líka inn á sýninginuna Hendi næst í Ásmundasafni, þar sem verk samtímalistamanna sem skapa myndverk með eigin höndum og nýta handverkshefðir, eiga í samtali við verk Ásmundar. Við hittum Becky Foresythe, sýningarstjóra, og tökum hana tali um sýninguna í þættinum.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Hvers vegna er þetta orð 'innviðir' út um allt núna? Hvers vegna eru vinstrimenn farnir að tala eins og hægrimenn í útlendingamálum? Við rýnum í orð Kristrúnar Frostadóttur með Eiríki Bergmann.
Anahita Babaei komst í fréttir á síðasta ári þegar hún dvaldi í þrjátíu klukkustundir í mastri hvalveiðiskips í mótmælaskini. Hún tilheyrir samtökunum Hvalavinir en þau, auk Ungra Umhverfissinna, standa fyrir viðburðinum Hvalasöngur í Tjarnarbíói á laugardaginn kemur.
Erna Kanema Mashinkila hefur upp á síðkastið flutt pistla og viðtöl sem tengjast birtingarmyndum litaðra íslendinga á leiksviðum og víðar. Að þessu sinni, í þriðja þætti af Sjáumst og heyrumst, ræðir hún við dansarann Luis Lucas.
Olga Guðrún Árnadóttir, Ólafur Haukur Símonarson - Það er munur að vera hvalur
Mac DeMarco - Change The World (Eric Clapton Cover)
Alex G - Whale
Cocteau Twins - Whales Tails
Jessica Pratt - Life Is
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
20. febrúar 2024
Til rannsóknar er hvort Íslendingur sem Interpol lýsti eftir í síðustu viku sé höfuðpaurinn sem aldrei náðist í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar. Sá gekk undir nafninu Nonni.
Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og höfnuðu tillögu um vopnahlé á Gaza.
Heimsóknir á sjúkradeild umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað hafa verið takmarkaðar vegna inflúensufaraldurs. og eru aðeins leyfðar í samráði við deildarstjóra.
Réttarfarsnefnd skoðar hvort ástæða sé til að breyta lögum um kynferðisbrot.
Windows95-maðurinn, sigurvegari finnsku söngvakeppninnar, tekur þátt í Eurovision í Malmö í vor þrátt fyrir háværar kröfur um að Finnar sniðgangi keppnina.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
20. febrúar 2024
Útlendinga- og hælisleitendamál hafa verið uppspretta núnings og jafnvel beins ágreinings innan ríkisstjórnarinnar um langa hríð. Á fundi hennar í morgun sammæltist stjórnin um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda, takaá utan um þau mál í heild.
Ungverska þingið greiðir atkvæði á mánudaginn kemur um hvort það fellst fyrir sitt leyti á að Svíþjóð fái aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATÓ. Öll önnur NATÓ-lönd styðja málið, eftir að Tyrkir gáfu sig í síðasta mánuði eftir langt þref.
Orka frá Kárahnjúkavirkjun fer til spillis og nýtist ekki jafn vel og hún gæti gert ef flutningskerfi raforku væri sterkara. Þegar nýtt tengivirki á Hryggstekk í Skriðdal verður tilbúið, eftir þrjú ár verður hægt að draga verulega úr skerðingu á Austurlandi.
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá uppfinningum og algengum hlutum í umhverfi okkar á upplýsandi hátt.
Í þættinum í dag ætlum við að fræðast um flöskuskeyti og það ekki að ástæðulausu. Ævar vísindamaður er sérfræðingur þáttarins enda sá einstaklingur sem veit örugglega mest um flöskuskeyti á landinu. Eins og við vitum flest setti hann flöskuskeyti í sjóinn til að fylgjast með því hvert þau fara og við getum fylgst með því líka inn á krakkaruv.is/floskuskeyti.
Við fáum Ævar til að segja okkur frá þessari vísindatilraun og af hverju hann er svona hrifinn af flöskuskeytum. Hvaða skilaboð fóru í flöskurnar og hvað á að gera ef maður finnur skeytið? Hvaða upplýsingar verða að vera til staðar í flöskuskeytum og hvernig eru þessi skeyti öðruvísi en önnur sem hann hefur sent.
Þetta og margt fleira fróðlegt og fræðandi í þættinum í dag.
Veðurstofa Íslands.
Tónleikahljóðritanir frá Sambandi evrópskra útvarpsstöðva.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir og Guðni Tómasson.
Hljóðritun frá tónleikum Belecea kvartettsins sem fram fóru í Flagey menningarhúsinu í Brussel, í desember s.l.
Á efnisskrá eru strengjakvartettar eftir Franz Schubert og Antonin Dvorak og strengjakvintett eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
Sérstakur gestur er víóluleikarinn Miguel da Silva.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við fáum að heyra allt um nýstofnað fagfélag um mengun á Íslandi - FUMÍS. Félagið einbeitir sér að mengun í jarðvegi og vatni og vill stuðla að aukinni þekkingu á góðum og vönduðum vinnubrögðum í þeim málum. Formaður félagsins Erla Guðrún Hafsteinsdóttir ætlar að ræða við okkur á eftir.
Nikótínpúðar hafa á örfáum árum náð mikilli útbreiðslu og nú er svo komið að stór hluti ungs fólks notar þá að staðaldri - hafa gömlu tóbaksrisarnir aftur náð traustataki á almenningi? Við ræðum við Auði Hermannsdóttur, aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um markaðssigur nikótínpúðanna.
Svo kemur Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur RÚV til okkar í málfarsspjall.
Skáldsagan Tómas Jónsson: Metsölubók eftir Guðberg Bergsson kom út árið 1966. Bókin er af mörgum talin tímamótaverk í íslenskri skáldsagnagerð.
Guðbergur Bergsson les úr bók sinni Tómas Jónsson - Metsölubók.
Veðurstofa Íslands.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Hvers vegna er þetta orð 'innviðir' út um allt núna? Hvers vegna eru vinstrimenn farnir að tala eins og hægrimenn í útlendingamálum? Við rýnum í orð Kristrúnar Frostadóttur með Eiríki Bergmann.
Anahita Babaei komst í fréttir á síðasta ári þegar hún dvaldi í þrjátíu klukkustundir í mastri hvalveiðiskips í mótmælaskini. Hún tilheyrir samtökunum Hvalavinir en þau, auk Ungra Umhverfissinna, standa fyrir viðburðinum Hvalasöngur í Tjarnarbíói á laugardaginn kemur.
Erna Kanema Mashinkila hefur upp á síðkastið flutt pistla og viðtöl sem tengjast birtingarmyndum litaðra íslendinga á leiksviðum og víðar. Að þessu sinni, í þriðja þætti af Sjáumst og heyrumst, ræðir hún við dansarann Luis Lucas.
Olga Guðrún Árnadóttir, Ólafur Haukur Símonarson - Það er munur að vera hvalur
Mac DeMarco - Change The World (Eric Clapton Cover)
Alex G - Whale
Cocteau Twins - Whales Tails
Jessica Pratt - Life Is
Útvarpsfréttir.
Matthías Már Magnússon og Hulda Geirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn með ljúfum tónum sem fara vel með fyrsta kaffibollanum.
Lagalisti:
EGILL ÓLAFSSON - Ekkert Þras.
Páll Óskar Hjálmtýsson - Elskar þú mig ennþá.
HILDUR VALA - Geimvísindi.
Svavar Knútur - Yfir hóla og yfir hæðir.
NIRVANA - The Man Who Sold The World.
BOB MARLEY AND THE WAILERS - Jamming.
EMILÍANA TORRINI - To Be Free.
RAKEL - Something.
Mitski - My Love Mine All Mine.
AMPOP - My Delusions.
AMY WINEHOUSE - Back To Black.
Johnson, Jack - Banana pancakes.
Armstrong, Louis - Blueberry hill.
Chapman, Tracy - Give me one reason (single edit).
HJÁLMAR - Leiðin okkar allra.
Valdimar Guðmundsson Tónlistarm., Sigríður Thorlacius - Líttu sérhvert sólarlag.
Við fórum yfir verðhækkanir á sælgæti með Benjamín Julian, verkefnastjóra verðlagseftirlits ASÍ, í upphafi þáttar.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra kom til okkar. Hann boðar einhverja mestu umbyltingu á örorkulífeyriskerfinu frá upphafi eins og hann orðar það. Við ræddum breytingarnar sem hann hefur lagt til og fleira.
Við fórum yfir stöðuna í kjaraviðræðum með Ragnari Þór Ingólfssyni.
Við ræddum stöðuna á Gaza, Egypsku landamærin og Rafah með Magneu Marinósdóttur alþjóðastjórnmálafræðingi. Við ræddum líka Alþjóðadómstóllinn í Haag sem var kallaður saman í gær til að gefa ráðgefandi álit um hernámið á Palestínu.
Kvikmyndir og gervigreindin. Margar spurningar vakna við tilkomu gervigreindarforritsins Sora frá Open Ai. Margrét Örnólfsdóttir formaður Félags leikskálda og handritshöfunda kom til okkar í spjall um málið.
Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur, var hjá okkur í lok þáttar, venju samkvæmt.
Lagalistinn:
Kiriyama Family - Sneaky Boots.
Bland í poka - Namminef.
PRINCE - Cream.
Friðrik Dór Jónsson - Aftur ung (Dansaðu við mig).
BLUR - Barbaric.
Una Torfadóttir - Fyrrverandi.
Ásdís, Purple Disco Machine - Beat Of Your Heart.
ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR - Veldu stjörnu (ft. John Grant).
Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 alla virka daga.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Rut Ragnarsdóttir hjá Borgarbókasafninu, Kringlunni sagði okkur frá uppákomu sem fer fram í bókasafninu hennar í vetrarfríinu, Bingó og Brandarar.
Nýr og glæsilegur dagskrárliður hóf göngu sína, Ljóðbrotið. Þar lesa Hjartagosar hluta úr dægurlagaljóði sem hlustendur þurfa síðan að þekkja.
Við heyrðum lög sem keppa í Söngvakeppninni 2024 og margt annað skemmtilegt var í boði.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-02-20
KOLRASSA KRÓKRÍÐANDI - Opnaðu Augun Þín.
Bill Withers - Lovely Day.
Julian Civilian - Þú straujar hjarta mitt.
LEVEL 42 - Something About You (80).
Gibbons, Beth - Floating On A Moment.
STEREO MC's - Connected (edit).
Beyoncé - Texas Hold 'Em (Explicit).
Dave Brubeck Quartet - Take five.
SOPHIE ELLIS BEXTOR - Murder On The Dancefloor.
Parks, Arlo, Lous and The Yakuza - I'm Sorry.
SSSÓL - Tunglið.
Sigga Ózk - Um allan alheiminn.
YG Marley - Praise Jah In the Moonlight.
CARPENTERS - We've Only Just Begun.
Dave Brubeck Quartet - Take five.
ÁSGEIR TRAUSTI - Sumargestur.
DAVID BOWIE - Everyone Says Hi (radio edit).
Júlí Heiðar - Farfuglar.
Teddy Swims - Lose Control.
Jimi Hendrix - Hey Joe.
Ensími - New leaf.
DAÐI FREYR - Thank You.
Flott - Með þér líður mér vel.
Teitur Magnússon Tónlistarmaður - Fjöllin og fjarlægðin.
Á móti sól - Okkur líður samt vel.
Heiðrún Anna Björnsdóttir - Þjakaður af ást.
PET SHOP BOYS - What Have I Done To Deserve This?.
RIHANNA - Love on the brain.
Friðrik Dór Jónsson, Kvikindi - Úthverfi.
HANNES FT. WATERBABY - Stockholmsvy.
Loreen - Euphoria (Eurovision 2012 - Sweden).
Musgraves, Kacey - Deeper Well.
PAUL McCARTNEY & WINGS - Band On The Run.
Hafdís Huld - Salt.
Sigur Rós - Inní mér syngur vitleysingur.
MAZZY STAR - Fade Into You.
GDRN - Ævilangt.
DIKTA - From Now On.
Árni Bergmann Jóhannsson, Guðmundur R - Orð gegn orði.
COLDPLAY - Don't Panic.
MAGGA STÍNA - I-Cuba.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ríkisstjórnin náði í morgun samkomulagi um heildarstefnu í málefnum útlendinga. Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir samkomulagið marka tímamót. Hraða á afgreiðslu á umsóknum frá Venesúela um alþjóðlega vernd.
Um hundrað manns fóru til Grindavíkur í morgun - þar á meðal vertinn á Sjómannastofunni Vör. Hann stefnir á að opna aftur í vikunni.
Óþreyju er farið að gæta meðal iðnaðarmanna vegna hægagangs í kjaraviðræðum. Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir ekki langt í land. Stærstu verkalýðsfélögin eiga fund með Samtökum atvinnulífsins í fyrramálið.
Tveggja daga réttarhöld hófust í Lundúnum í morgun vegna beiðni lögmanna uppljóstrarans Julians Assange um að fá að áfrýja framsali hans til Bandaríkjanna.
Flugfélagið Play hefur fengið vilyrði frá hluthöfum um aukið hlutafé upp á rúma 2,5 milljarða króna. Forstjóri félagsins segir að hlutafjáraukningin styrki reksturinn til lengi tíma.
Hagnaður í landbúnaði jókst um nær fjórðung milli áranna 2021 og 2022. Formaður Bændasamtakanna segir að þar muni mestu um aukinn ríkisstuðning.
Rússnesk stjórnvöld hafna því að Vladimír Pútín forseti Rússlands eigi þátt í dauða stjórnarandstæðingsins Alekseis Navalní. Fjölskylda hans fær lík hans ekki afhent fyrr en eftir tvær vikur.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varar við hraðri útbreiðslu mislinga á heimsvísu. Einn hefur greinst hér á landi í mánuðinum og þrír í Danmörku.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi og Lovísa í miklu stuði í Popplandi dagsins.
Retro Stefson - Næsta líf.
Una Torfadóttir - Það sýnir sig (Studio RUV).
McKenna, Declan - Slipping Through My Fingers.
MANNAKORN - Samferða.
Bríet - Ómissandi fólk (Hljómskálinn 2020).
Katrín Helga Ólafsdóttir - Seinasti dansinn okkar.
JEFF WHO? - Barfly.
Bjarni Arason, Björgvin Halldórsson - Milli mín og þín.
MAHMOOD - Soldi (Eurovisíon 2019 - Ítalía).
Daniil, Frumburður - Bráðna.
EGÓ - Móðir.
DAFT PUNK - Lose Yourself To Dance.
Hafdís Huld - Softer Shade of Blue.
MAIAA - Fljúga burt.
Ólafur Bjarki Bogason - Yfirhafinn.
Helgi Björnsson - Ég Skrifa Þér Ljóð Á Kampavínstappa.
Sivan, Troye - One Of Your Girls.
BRÍET & ÁSGEIR - Venus.
Bombay Bicycle Club - Shuffle.
Hera Björk Þórhallsdóttir - Við förum hærra.
Celeste - There will come a day.
KRUMMI - Bona fide (ft. Soffía Björg).
Páll Óskar Hjálmtýsson - Elskar þú mig ennþá.
Franklin, Aretha - One Step Ahead.
GDRN & SIGRÍÐUR THORLACIUS - Augnablik.
Black Pumas - More Than A Love Song (UK Radio Edit).
Mazzy Star - Halah.
SUGARCUBES - Hit.
PRINS PÓLÓ - Læda slæda.
NIRVANA - Polly.
Friðrik Dór Jónsson - Aftur ung (Dansaðu við mig).
GÓSS - Kossar án vara.
Black Keys, The - Beautiful People (Stay High).
Murad, Bashar - Vestrið villt.
Rauðir Fletir - Þögn Af Plötu.
JET BLACK JOE - Starlight.
Warpaint - Common Blue (bonus track wav).
CAT STEVENS - The First Cut Is The Deepest.
SUEDE - We are the pigs.
FAITH NO MORE - Easy.
Hafdís Huld - Hindsight.
Gibbons, Beth - Floating On A Moment.
MASSIVE ATTACK - Unfinished Sympathy.
Ensími - New leaf.
Geðhjálp er orðinn aðili að Umhyggju, félagi langveikra barna. Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju kemur til okkar og útskýrir hvað sú aðild getur þýtt fyrir félaga í Geðhjálp en kynningarfundur verður haldinn á fimmtudaginn um málið.
Líkur eru á því að eldgos komi upp undir sjó nærri Eldey á Reykjanesinu. Freysteinn Sigmundsson jarðfræðingur ræðir um stöðuna á Reykjanesinu.
Leikfélagið á Dalvík hefur óskað eftir því við bæjaryfirvöld að minnisvarði verði reistur um tökur á þáttunum True Detective: Nightcountry sem eru sýndir á Max/HBO sjónvarpsstöðinni. Friðjón Árni Sigurvinsson lék í þáttunum og er upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar. Hann ætlar að segja okkur frá því hvernig var að leika í þáttunum, og þýðingu þeirra fyrir sveitafélagið.
Kolkrabbi hefur bæst í flóru sjávardýra á Íslandi, en nýr kolkrabbi var uppgötvaður í upphafi síðasta áratugar og er nú staðfest að þessi örlitli kolkrabbi er alíslenskur og hefur verið nefndur Ægir í höfuðið á jötninum sjálfum. Þau Steinunn Hilma Ólafsdóttir, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og Guðmundur Guðmundsson, flokkunarfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, koma til okkar og ræða þennan merka fund.
Vinstri skyttan og mögulega höggþyngsti maður Íslandssögunnar, Sigurður Sveinsson, varð fyrir því óláni að óprúttnir aðilar stálu fagurrauðum bensínknúnum golfbíl af heimili hans. Siggi Sveins gaf þjófunum færi á að skila bílnum, ella myndi hann elta þá uppi eins og Liam Neeson í alræmdri spennumynd, og tjarga þá og fiðra. Það er hollt fyrir þessa menn að muna að hér fer ein hraustasta handboltakempa íþróttasögunnar.
Flugfélagið play er með vilyrði fyrir hlutafjáraukningu upp á tveir komma sex milljarða króna. Markmiðið er fyrst og fremst að styrkja lausafjárstöðu félagsins. Það gætir á óróleika í ferðaiðnaðinum meðal annars tengdum jarðhræringum á Reykjanesi sem höfðu neikvæð áhrif á eftirspurn og verkfall flugumferðarstjóra. Ofan á allt annað hefur hlutabréfaverð Icelandair lækkað um meira en 9% í ár og hefur ekki verið lægra síðan árið 2020.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
20. febrúar 2024
Til rannsóknar er hvort Íslendingur sem Interpol lýsti eftir í síðustu viku sé höfuðpaurinn sem aldrei náðist í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar. Sá gekk undir nafninu Nonni.
Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og höfnuðu tillögu um vopnahlé á Gaza.
Heimsóknir á sjúkradeild umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað hafa verið takmarkaðar vegna inflúensufaraldurs. og eru aðeins leyfðar í samráði við deildarstjóra.
Réttarfarsnefnd skoðar hvort ástæða sé til að breyta lögum um kynferðisbrot.
Windows95-maðurinn, sigurvegari finnsku söngvakeppninnar, tekur þátt í Eurovision í Malmö í vor þrátt fyrir háværar kröfur um að Finnar sniðgangi keppnina.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
20. febrúar 2024
Útlendinga- og hælisleitendamál hafa verið uppspretta núnings og jafnvel beins ágreinings innan ríkisstjórnarinnar um langa hríð. Á fundi hennar í morgun sammæltist stjórnin um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda, takaá utan um þau mál í heild.
Ungverska þingið greiðir atkvæði á mánudaginn kemur um hvort það fellst fyrir sitt leyti á að Svíþjóð fái aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATÓ. Öll önnur NATÓ-lönd styðja málið, eftir að Tyrkir gáfu sig í síðasta mánuði eftir langt þref.
Orka frá Kárahnjúkavirkjun fer til spillis og nýtist ekki jafn vel og hún gæti gert ef flutningskerfi raforku væri sterkara. Þegar nýtt tengivirki á Hryggstekk í Skriðdal verður tilbúið, eftir þrjú ár verður hægt að draga verulega úr skerðingu á Austurlandi.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Úlfur úlfur - Myndi falla
Guðmundur R - Orð gegn orði
Orri Harðarson - Gangi þér allt að sólu
Sævar Magnússon - Er hjarta mitt hóf að rugga
Fríd - Not into me
Skuggasveinn, Dj flugvél og geimskip - Náttdrottning
Auður Linda - Cruel Love
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Ný tónlist, ný tónlist og ný tónlist tekur sviðið hér á Rás 2 þegar Kvöldvaktin leggur frá landi í Efstaleiti og meðal þeirra sem bjóða upp á ný lög í kvöld eru, Beyoncé, Future Islands, Maddison Beer, Izleifur ásamt Daniil, YG Marley, Khruangbin, Maggie Rogers, Pearl Jam. Sega Bodega og mörg fleiri.
Lagalistinn
OF MONSTERS & MEN OG SNORRI HELGASON - Öll þessi ást
Lil Nas X - Old Town Road.
Beyoncé - Texas Hold 'Em .
Future Islands - The Thief.
Beer, Madison - Make You Mine.
AmabAdamA - Gróðurhúsið.
YG Marley - Praise Jah In the Moonlight.
Fugees - Rumble in the jungle
Khruangbin - A Love International.
Maggie Rogers - Don't Forget Me.
Black Keys - I Forgot To Be Your Lover
DEATH CAB FOR CUTIE - Meet me at the Equinox.
Cold War Kids - Heaven In Your Hands
CMAT - Stay For Something.
Royel Otis - Murder on the Dancefloor
Sprints - Heavy.
Queens of the Stone Age - Little sister.
Pearl Jam - Dark Matter
Sickick, Madonna - Frozen On Fire
Calvin Harris, Rag'N'Bone Man - Lovers In A Past Life.
Páll Óskar - Elskar þú mig ennþá.
Ariana Grande - Yes, and?.
CHEMICAL BROTHERS - Go ft. Q-Tip.
Justice - Generator (bonus track wav).
GusGus - Rivals.
Skrillex, Fred again.., Four Tet - Baby again..
21 Savage - Redrum
Mitchell, Joni, Q-Tip, Janet Jackson - Got 'til it's gone (radio edit).
Arlo Parks, Lous and The Yakuza - I'm Sorry.
Klemens Hannigan - Don't Want to Talk About It.
Feist - One evening.
Tyla - Water.
Barry Can't Swim - Always Get Through To You
Jamie xx - It's So Good
Ellie Goulding - Heartbeats
Kacey Musgraves - Deeper Well
Beth Gibbons - Floating On a Moment
Sega Bodega - Deer Teeth
Axel Flóvent - Have This Dance
Julian Civilian - Þú straujar hjarta mitt
Belle & Sebastian - Sister Buddha
Bombay Bicycle Club & Mathilda - Fantasneeze
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Við förum í tónlistarferðalag til Bandaríkjanna í þættinum í dag og sögumaður er Gunnlaugur Sigfússon sem sá um þáttinn Plötuskápinn hérna á Rás 2 ásamt Halldóri Inga Andréssyni og Sigurði Sverrissyni fyrir nokkrum árum.
Gulli og vinur hans Finnbogi Marinósson fóru saman í músík-bíltúr um Bandaríkin í fyrra og heimsóttu staði semþeir höfðu lesið um í músíkblöðum og bókum síðan þeir voru unglingar. Þeir óku 8.000 kílómetra, fóru til Memphis, Clarksdale, Nashville, Chicago og Muscle Shoals til dæmis.