18:30
Sprotinn
Töfraheimar Thorbjörns Egner
Sprotinn

Skemmtilegir þættir fyrir börn og fullorðna um barnamenningu af ýmsum toga. Umsjón: Sigrún Harðardóttir.

Við grúskum í gömlum sögum, leikritum og söngvum eftir norska listamanninn Thorbjörn Egner sem er meðal annars þekktur fyrir að skrifa Dýrin í Hálsaskógi og Kardemommubæinn. Thorbjörn Egner var alveg ótrúlegur listamaður og mjög fjölhæfur. Hann var ekki bara rithöfundur heldur var hann líka leikskáld, hannaði búningana og sviðsmynd, leikstýrði og ekki nóg með það heldur samdi hann tónlistina í leikverkunum líka! Við kynnumst verkum Egners með áherslu á Kardemommubæinn og Karíus og Baktus.

Gestir eru leikararnir Kjartan Darri Kristjánsson og Örn Árnason.

Umsjón: Sigrún Harðardóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 21 mín.
e
Endurflutt.
,