19:00
Tónleikakvöld
Lokatónleikar Proms-hátíðarinnar í London
Tónleikakvöld

Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.

Hljóðritun frá lokatónleikum Proms, sumartónlistarhátíðar Breska útvarpsins sem fram fóru í Royal Albert Hall í London, 14. september sl.

Á efnisskrá eru verk eftir Giacomo Puccini, Gabriel Fauré, Charles Ives, Camille Saint-Saëns, Henry Mancini, Edward Elgar ofl.

Með Sinfóníuhljómsveit Breska útvarpsins koma fram sópransöngkonan Angel Blue, Stephen Hough píanóleikari, BBC söngvararnir og Kór Sinfóníuhljómsveitar Breska útvarpsins.

Stjórnandi: Sakari Oramo.

Umsjón: Ása Briem.

Er aðgengilegt til 26. október 2024.
Lengd: 1 klst. 30 mín.
,