Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri. Eftir að hann útskrifaðist úr leikstjóranámi frá einum virtasta leiklistarháskóla Evrópu hefur hann sett upp fjölda leiksýninga og ópera hér á landi, víða í Þýskalandi og í fleiri löndum. Hann var um hríð yfirmaður leiklistarmála hjá hinu fræga Volksbühne í Berlín. Hann hefur hlotið þýsku leiklistarverðlaunin fyrir leikstjórn og Grímuverðlaunin hér á landi fyrir leikstjórn. Hann hefur leikstýrt hverri stórsýningunni á fætur annarri og hans nýjasta sýning er Köttur á heitu blikkþaki eftir Tennessee Williams sem verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu 28.desember. Við spjölluðum við Þorleif Örn um lífið, tilveruna, leikhúsið, leikstjórnina, fórum til Þýskalands, Sviss og víðar í þættinum.
Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var á sínum stað og í dag kom hún með matreiðslubók að heiman sem er Jólamatreiðslubók Nigellu Lawson. Í byrjun ræddum við líka aðeins matreiðslubók sem gefin var út af Íslandsbanka á sínum tíma.
Tónlistin í þættinum
Jólin koma / GDRN og Magnús Jóhann (Eiríkur Guðmundsson)
Everything in Its Right Place / Radiohead (Colin Greenwood, Ed O'Brien, Jonny Greenwood, Philip Selway & Thom Yorke)
Life on Mars / David Bowie (David Bowie)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG HELGA ARNARDÓTTIR