Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínill vikunnar er að þessu sinni platan Wings Greatest sem er safnplata helstu smella hljómsveitarinnar Wings sem Paul McCartney stofnaði árið 1971. Platan kom út 1. desember 1978 og inniheldur 12 lög:
A - hlið:
1. Another Day.
2. Silly Love Songs.
3. Live and Let Die.
4. Junior's Farm.
5. With a Little Luck.
6. Band on the Run.
B - hlið:
1. Uncle Albert/Admiral Halsey.
2. Hi, Hi, Hi.
3. Let 'Em In.
4. My Love.
5. Jet.
6. Mull of Kintyre.
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.
Veðurstofa Íslands.
Alþingiskosningar eru handan við hornið og í ýmis horn að líta.
Baldvin Þór Bergsson tekur saman það sem hæst ber í viku hverri fram að kosningum.
Í þættinum voru meðal annars spiluð brot úr Morgunvaktinni þar sem rætt var um heimilislækningar og verkefni næstu ríkisstjórnar. Viðar Halldórsson velti fyrir sér hvers vegna líðan fólks væri ekki meira áberandi í umræðunni og 2 fráfarandi þingmenn lýstu lífinu á þingi. Auk þess voru spiluð brot úr Forystusætinu og úr frambjóðendaspjalli Morgunútvarpsins.
Útvarpsfréttir.
Verktakar keppast við að koma í veg fyrir að hraun komist í rafmagnsmöstur við Svartsengi. Staðan í eldgosinu við Sundhnúkgsgíga er nokkuð óbreytt og hraun streymir meðfram varnargörðum við orkuverið. Gasmengunar gætir í Grindavík næstu daga.
Reynt verður til þrautar um helgina að ná sátt í kjaradeilu lækna og ríkisins. Verkfallsaðgerðir hefjast að óbreyttu á mánudag. Staðan er hins vegar þung í kjaraviðræðum kennara og verður tilboði þeirra um að aflýsa verkföllum gegn greiðslu launa væntanlega hafnað.
Ellefu eru sagðir hafa verið drepnir í árás Ísraels á höfuðborg Líbanon í nótt. Hezbollah hefur ekki tjáð sig um árásina, en aðferðafræðin er sú sama og þegar Ísrael hefur drepið hátt setta liðsmenn samtakanna.
Garðyrkjubændur segjast nauðbeygðir til að hækka verð á grænmeti 5 til 6 prósent, umfram neysluvísitölu. Raforkuverð til þeirra hækkar um fjórðung um áramót.
COP29, loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, sem átti að ljúka í gær, var framlengd. Ekkert samkomulag hefur enn náðst um aðgerðir og kostnað vegna þeirra, og enn ber mikið í milli.
Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir breytingar á útlendingalögum þar sem aukið sé á erfiðleika fólks sem synjað er um alþjóðlega vernd, tíðar beitingar einangrunar í gæsluvarðhaldi og heimildir lögreglu til að fylgjast með fólki sem ekki hefur framið glæp.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Í þessum tvöhundruðasta þætti Heimskviða förum við í heimsreisu. Förum hringferð um heimin með öllum góðkunningjum þáttarins og fáum að heyra áhugaverðar fréttir og sögur utan úr heimi. Hnefaleikar gegn sjálfsvígum, bönnuðu bækurnar í Bandaríkjunum, ferfætti aðstoðarborgastjórinn í Lviv, uppgangur satanista í Chile og Idol-stjarnan frá Gaza eru meðal þeirra fjölmörgu sem koma við sögu í þættinum.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Raftónlistarhátíðin ErkiTíð var haldin í þrítugasta sinn um helgina. Í tengslum við hátíðina var tónsmíðakeppni og sigurverk í keppninni voru flutt á hátíðinni. Í þættinum eru flutt þrjú verkanna, Auð og tóm eftir Huldu Ragnhildi Hjálmarsdóttur, Endurómur samstirnis eftir Þórönnu Björnsdóttur og Röddin eftir Jón Eðvarð Viðarsson og Tómas Kristinn Laufdal Ingólfsson.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Leiðbeinandi: Anna Marsibil Clausen.
Í kórastarfi gegnir sjónin stóru hlutverki, en er þó ekki fullkomlega ómissandi, eins og fram kemur hjá viðmælendum þáttarins. Rætt er við þau Gísla Leifsson og Dagbjörtu Andrésdóttur um lífið með sjónskerðingu, bæði innan og utan kórastarfsins.
Umsjón: Davíð Hörgdal Stefánsson
Læsi og lesskilningi barna á Íslandi hefur hrakað hratt á undanförnum árum þrátt fyrir ýmsar aðgerðir til þess að sporna við þessari þróun. PISA-rannsókninn 2022 leiddi í ljós að tæplega helmingur 15 ára drengja býr ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi, sama gildir um tæplega þriðjung stúlkna. Niðurstaðan er áhyggjuefni fyrir þjóðina alla. Í þáttaröðinni Læsi er rætt við fjölbreyttan hóp fólks sem kemur að skóla- og fræðslumálum á Íslandi. Fólk sem leggur sitt af mörkum til að styðja við fjölbreytta flóru nemenda í skólum landsins.
Þáttaröðin Læsi er framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Bækur gegna lykilhlutverki þegar kemur að lestri og lesskilningi. Það vantar hinsvegar meiri fjölbreytni í bókaútgáfu fyrir börn og ungmenni. Bæði námsgögn og yndislestrarbækur.
Viðmælendur í fimmta þætti eru Bergmann Guðmundsson, Brynhildur Þórarinsdóttir, Dröfn Vilhjálmsdóttir, Halldóra Björk Guðmundsdóttir, Harpa Reynisdóttir og Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir.
Útvarpsfréttir.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Framtíðin er þema þáttarins þessa vikuna. Hvað ber hún í skauti sér? Möguleikar hins ókomna tíma. Þeir eru óteljandi. Og spádómar um framtíðina fylla upp í eyður stóru frásagnarinnar um manninn – hvert stefnum við? Framtíðin, þetta snýst allt um hana - framtíðin er úr sama efni og nútíðin sagði franski heimspekingurinn Simone Weil. Framtíðin er ekki einhver sérstakur, óháður veruleiki að hennar mati. Hún er hrein framlenging á því sem skapað er í núinu. Já, til eru allskonar kenningar um framtíðina. Er heimurinn hringrás eða getur hann endað? Slíkar kenningar eru líka ótæmandi. Rithöfundar hafa ótal oft gert sér mat úr þessu, hvernig gæti þetta allt saman litið út?
Við opnum nýjar bækur sem sem segja framtíðarsögur, sem spá í spilin og setja hið mögulega og hugsanlega á svið. Tvær skáldsögur komu út fyrir skemmstu hjá Benedikt útgáfu, fyrstu skáldsögur tveggja höfunda á svipuðu reki. Það eru bækurnar Friðsemd eftir Brynju Hjálmsdóttur og Breiðþotur eftir Tómas Ævar Ólafsson. Tvær ólíkar bækur sem báðar kíkja í kristalskúluna og spegla samfélagsins nú í þáinu. En við förum líka út í geim, horfum á jörðina utan frá - hvað sjáum við þegar plánetan blasir við í heild sinni? Við rýnum aðeins í skáldsöguna Orbital eftir Samönthu Harvey sem hlaut Booker-verðlaunin nýverið.
Viðmælendur: Árni Matt, Brynja Hjálmsdóttir og Tómas Ævar Ólafsson.
Lesarar: Lóa Björk Björnsdóttir og Ari Páll Karlsson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-11-20
Adderley, Cannonball, Hayes, Louis, Jones, Sam, Adderley, Cannonball Sextet, Lateef, Yusef, Zawinul, Joe, Adderley, Nat - Bohemia after dark.
Johnson, Robert - Stop breakin' down blues.
Griot Village - Listafólk frá Malí
Mikael Máni Ásmundsson - Bus song.
Shabaka, Sumney, Moses - Insecurities (feat. Moses Sumney).
Sanborn, David - Back to Memphis.
Mezzoforte - Waves.
Einar Scheving - Carrots and icecream.
Kári Egilsson Band - Óróapúls.
Potter, Chris - Aria for Anna.
Davis, Richard, Dolphy, Eric, Hutcherson, Bobby, Williams, Tony, Hubbard, Freddie - Hat and beard.
Kvöldfréttir útvarps
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Annar þáttur um ævi breska heimskautakönnuðarins Ernest Shackletons. Í þessum þætti er fjallað um fyrsta sjálfstæða leiðangur hans á Suðurskautslandið með skipinu Nimrod 1907-1908.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Kvartett Sonny Stitt flytur lögin I Can't Get Started, Groovin' High, Blues For Prez and Bird, By Accident, I Got Rhythm og Topsy. Kvartett Larry Young leikur lögin Softly As In The Morning Sunrise, Monk's Dream, If, Zoltan, Beyond All Limits og Moontrane. Kvintett Max Roach flytur lögin Body and Soul, Woody 'n' You, Ezz-thetic og Just One Of Those Things.
Áhrifamiklar konur sem mótuðu samtímann á öldinni sem leið. Konur sem voru ýmist dýrkaðar og dáðar - eða umdeildar. Allar eiga þær það þó sameiginlegt að eiga sinn sess í sögu síðustu aldar. Umsjón: Erla Tryggvadóttir. (Áður á dagskrá 2011)
Áhrifamiklar konur sem mótuðu samtímann á öldinni sem leið. Konur sem voru dýrkaðar eða umdeildar. Fjallað verður um Ulrike Meinhof, þýska hryðjuverkakonu. Lesari með umsjónarmanni er Jórunn Sigurðardóttir. Umsjón: Erla Tryggvadóttir.
Einar Karl Haraldsson ræðir við leika og lærða um fornaldarsögur, heilagra manna sögur, konungasögur, Íslendingasögur, Íslendingaþætti, biskupasögur og fleiri forna texta.
(Áður á dagskrá 1985)
Í þættinum er spjallað við Þorstein skáld frá Hamri um viðureign Grettis og Gláms í Grettissögu og hún lesin.
Upplestur: Óskar Halldórsson les úr Grettissögu.
Umsjón: Einar Karl Haraldsson.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan er heimakær í hauströkkrinu, sveimar í kringum kertaljós og sækir sér yl í brjóstið með nokkrum fallegum karlaröddum. Karlakórinn Goði, Smárakvartettinn á Akureyri, Sigurður Ólafsson og Alfreð Clausen syngja, en á efnisskránni eru m.a. rússnesk, tékknesk, þýsk og írsk þjóðlög ásamt lögum og ljóðum eftir innlenda höfunda. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Útvarpsfréttir.
Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Leikarinn, söngvarinn og skemmtikrafturinn Örn Árnason var gestur í Fimmunni og sagði af fimm óvæntum uppákomum sem breyttu lífi hans. Það var allt frá því að leita að sætri stelpu í sundunum yfir í að missa af strætó og vera stoppaður af löggunni í Kaupmannahöfn.
Í síðari hlutanum tókum við forskot á Árið er sæluna og heyrðum brot úr nýjasta þættinum þar sem Helgi Hrafn Jónsson var til frásagnar
lagalisti
Stuðmenn - Bara ef það hentar mér
Nice little penguins - Flying
Earth Wind and fire - September
Afi - Morgunsöngur afa
Ágúst - Með þig á heilanum
Cease Tone, Rakel og Jói Pé - Ég var að spá
One More Time - Den vilda
Abba - Knowing me Knowing you
Júlí Heiðar - Fræ
Fountains DC - In the modern world
Salka Sól - Sólin og ég
Helgi Björns - Kókos og engifer
Garbage - Stupid Girl
Árný Margrét - I miss you, I do
SVala - The real me
Una Torfa - Yfir strikið
Gísli Marteinn Baldursson leiðir hlustendur inn í laugardaginn, tekur stöðuna á fólki og fréttum, spilar góða tónlist og fær til sín vel valda gesti.
Útvarpsfréttir.
Verktakar keppast við að koma í veg fyrir að hraun komist í rafmagnsmöstur við Svartsengi. Staðan í eldgosinu við Sundhnúkgsgíga er nokkuð óbreytt og hraun streymir meðfram varnargörðum við orkuverið. Gasmengunar gætir í Grindavík næstu daga.
Reynt verður til þrautar um helgina að ná sátt í kjaradeilu lækna og ríkisins. Verkfallsaðgerðir hefjast að óbreyttu á mánudag. Staðan er hins vegar þung í kjaraviðræðum kennara og verður tilboði þeirra um að aflýsa verkföllum gegn greiðslu launa væntanlega hafnað.
Ellefu eru sagðir hafa verið drepnir í árás Ísraels á höfuðborg Líbanon í nótt. Hezbollah hefur ekki tjáð sig um árásina, en aðferðafræðin er sú sama og þegar Ísrael hefur drepið hátt setta liðsmenn samtakanna.
Garðyrkjubændur segjast nauðbeygðir til að hækka verð á grænmeti 5 til 6 prósent, umfram neysluvísitölu. Raforkuverð til þeirra hækkar um fjórðung um áramót.
COP29, loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, sem átti að ljúka í gær, var framlengd. Ekkert samkomulag hefur enn náðst um aðgerðir og kostnað vegna þeirra, og enn ber mikið í milli.
Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir breytingar á útlendingalögum þar sem aukið sé á erfiðleika fólks sem synjað er um alþjóðlega vernd, tíðar beitingar einangrunar í gæsluvarðhaldi og heimildir lögreglu til að fylgjast með fólki sem ekki hefur framið glæp.
Njóttu laugardaganna með með smellum fyrri áratuga. Nostalgísk samvera og besta tónlistin, afmælisbörn, útgáfur og allt þar á milli. Hvar er betra að vera á laugardagseftirmiðdegi, svarið er hvergi! Umsjón með Smelli hefur Kristján Freyr.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Hatari veldur usla í Eurovision, Huginn og Herra snúa bökum saman og Of Monsters & Men ná topp 10 í Bandaríkjunum í þriðja sinn. Vök er í myrkrinu með poppplötu ársins, Cell7 snýr aftur með hip-hop plötu ársins og Grísalappalísa kveður með rokkplötu ársins. Helgi Hrafn stendur á krossgötum, Birnir er allgáður og vakandi, Munstur gerir tilraunir, Joey Christ er 100P jákvæður en Hjálmar hætta að anda. Blóðmör burstar Músíktilraunir með líkþorni en Gugusar er rafheili keppninnar og Between Mountains breytist úr dúói í einsmanns hljómsveit. Bubbi röltir um regnbogans stræti, sumargleðin er við völd hjá Gumma Tóta, ClubDub fokkar upp klúbbnum en Sin Fang heldur sorglegt partí.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
Vök - Erase You
Vök - Autopilot
Vök - Night & Day
Vök - In The Dark
Vök - Spend The Love
Vök - Fantasia
Jón Jónsson - Draumar geta ræst
GDRN - Hvað er ástin
Munstur - Threshold
Munstur - Tveir fuglar
Munstur - Gotta Get In Love
Munstur - Doesn’t Really Matter
Munstur - Sublime
Tryggvi - Allra veðra von
Snorri Helgason - Við strendur Mæjorka
Máni Orrason - I Swear It’s True
Bjartmar Guðlaugsson - Eyjarós
Birnir - PBS
Birnir - Besti minn
Birnir ft. Lil Binni - BRB Freestyle
Friðrik Ómar - Hvað ef ég get ekki elskað
Hatari - Hatrið mun sigra
Huginn og Herra Hnetusmjör - Klakar
Herra Hnetusmjör og Huginn - Sorry mamma
Herra Hnetusmjör og Huginn - Hetjan (remix)
Hnetusmjör og Bo - Þegar þú blikkar
Helgi Hrafn Jónsson - Lofa mér
Helgi Hrafn Jónsson - Intelligentle
Helgi Hrafn Jónsson & Emilíana Torrini - Crossroads
Sykur - Kókídós
Sykur - Svefneyjar
Between Mountains - Open Grounds
Between Mountains - What Breaks Me
Between Mountains - September Sun
Between Mountains - Little Lies
Between Mountains - Into The Dark
Of Monsters & Men - Wild Roses
Of Monsters & Men - Wars
Of Monsters & Men - Waiting For The Snow
Of Monsters & Men - Alligator
Of Monsters & Men - Wild Roses
Joey Christ - 100P
Joey Christ - 1-10
Joey Christ - Jákvæður
Hjálmar - Allt er eitt
Hjálmar - Fyrir þig
Hjálmar - Hættur að anda
Ásgeir Trausti - Græðgin
Hjálmar - Græðgin
Hjálmar - Hvað viltu gera ?
Cell7 - City Lights
Cell7 - Peachy
Sin Fang - Hollow
Sin Fang - No Summer
Sin Fang - Constellation
Gummi Tóta - Án þín
Gummi Tóta - Sumargleðin
Gummi Tóta - Það ert þú
ClubDub - Fokka upp klúbbnum
ClubDub - Hvar er partý
ClubDub & Salsakommúnan - Aquaman
Grísalappalísa - Týnda rásin 1
Grísalappalísa - Þurz 2
Grísalappalísa - Í fýlu
Grísalappalísa - Þrjúhundruðsextíuogfimmdagablús (sjáðu hjónin)
Blóðmör - Líkþorn
Ásta - Hvít lygi
Ásta - Sykurbað
Gugusar - If You Wanna Go
Gugusar - I’m Not Supposed To Say This
Bubbi - Regnbogans stræti
Bubbi - Skríða
Bubbi & Halldóra Katrín - Án þín
Bubbi - Límdu saman heiminn minn
Bubbi - Velkomin
Útvarpsfréttir.
Kvöldfréttir útvarps
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.
Fréttastofa RÚV.
Atli Már Steinarsson tekur á móti gesti sem fer í gegnum uppáhaldslög frá mismunandi tímum.
Guðrún Svava, kannski frekar þekkt sem Gugga í Gúmmíbát mætir í Lagalistann með fullt af lögum í farteskinu.
Spjallað við landann og leikin tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
Útvarpsfréttir.