18:30
Saga hlutanna
Flöskuskeyti
Saga hlutanna

Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá uppfinningum og algengum hlutum í umhverfi okkar á upplýsandi hátt.

Í þættinum í dag ætlum við að fræðast um flöskuskeyti og það ekki að ástæðulausu. Ævar vísindamaður er sérfræðingur þáttarins enda sá einstaklingur sem veit örugglega mest um flöskuskeyti á landinu. Eins og við vitum flest setti hann flöskuskeyti í sjóinn til að fylgjast með því hvert þau fara og við getum fylgst með því líka inn á krakkaruv.is/floskuskeyti.

Við fáum Ævar til að segja okkur frá þessari vísindatilraun og af hverju hann er svona hrifinn af flöskuskeytum. Hvaða skilaboð fóru í flöskurnar og hvað á að gera ef maður finnur skeytið? Hvaða upplýsingar verða að vera til staðar í flöskuskeytum og hvernig eru þessi skeyti öðruvísi en önnur sem hann hefur sent.

Þetta og margt fleira fróðlegt og fræðandi í þættinum í dag.

Var aðgengilegt til 20. maí 2024.
Lengd: 20 mín.
e
Endurflutt.
,