17:03
Lestin
Eurovisionleki, fitusmánun, Space odyssey, þýskir kvikmyndadagar
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Mikil leynd hefur ríkt yfir framlagi Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, en tónlistarmaðurinn Daði Freyr, sigurvegari undankeppinnar í fyrra, var fenginn til að semja lag fyrir keppnina í ár. Seint í gærkvöldi bárust þær fréttir að hinu leyndardómsfulla lagi hafi verið lekið á netið en sérfræðingarnir í Fáses segja að raunar hafi nær öllum lögum ársins hingað til verið lekið á rússnenskan samfélagsmiðil.

Við heimsækjum tilraunarýmið Space Oddyssey sem opnaði nú um helgina. Það eru tónlistarmaðurinn Pan Thorarensen og fatahönnuðurinn Guðrún Lárusdóttir sem halda rýminu úti við laugarveg, þar sem þau verða með allt í senn plötubúð, fataskipti og tónleikarými fyrir sveimandi tilraunatónlist.

Leikarinn Jonah Hill hefur mátt þola mikið aðkast frá fjölmiðlum vegna líkama síns síðasta rúma áratuginn en segist nú í fyrsta sinn sáttur í eigin skinni. Við kynnum okkur málið og fjöllum um fitusmánun í Hollywood.

Og við heyrum um þýska kvikmyndadaga sem hefjast í Bíó Paradís um helgina.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,