Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Stærðfræðiofurhetjurnar Millý, Geó og Bói hjálpa krökkum að læra tölur, form og mynstur.
Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi vill að allir krakkarnir bursti tennurnar svo þær verði ekki grænar, en sumir vilja frekar fá sér sleikjó!
Töfratú er fantasíuland dásamlegra álfa og hafmeyja þar sem raunveruleg viðfangsefni á borð við systkinaerjur, sanngirni og sjálfstraust eru könnuð nánar.
Ástsælu Múmínálfar Tove Jansson snúa aftur og lenda í alls kyns skemmtilegum ævintýrum.
Hrúturinn Hreinn og félagar hans á bóndabænum lenda í mörgum skemmtilegum ævintýrum.
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Braga Valdimars Skúlasonar og Vigdísar Hafliðadóttur. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Elísabet Inga Sigurðardóttir, Gunnar Birgisson, Fannar Ingi Friðþjófsson og Haukur Heiðar Hauksson.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Gauti Þeyr Másson, Hulda Þórisdóttir og Sandra Barilli.
„Ellý og Raggi Bjarna“ úr Borgó flytja jólalagasyrpu.
Berglind Festival sýnir lokaþáttinn af Atkvæðið er blint.
Baggalútur og Sigga Beinteins loka þættinum með laginu Hótel á aðfangadag.
Matgæðingarnir í Price-fjölskyldunni töfra fram kræsingar við öll tækifæri. Hér nýta þeir ferskasta hráefnið úr héraðinu hverju sinni.
Danskur heimildaþáttur frá 2020. Søren Rasted er orðinn 50 ára og ætlar að taka heilsuna í gegn. Hann hættir að reykja og minnkar áfengisneyslu en ætti hann að hætta að borða kjöt? Hvers vegna gerist fólk vegan og hvað þýðir það? Er hægt að vera vegan í hjáverkum? Hann kynnir sér málið og ræðir við fólk með ólíkar skoðanir.
Íslensk heimildarmynd eftir Sigurjón Sighvatsson frá 2022 um breska baráttuhópinn Extinction Rebellion sem stofnaður var 2018 og berst gegn hlýnun jarðar með þaulrannsökuðum aðferðum.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Sigurður Sigurðsson var fyrsti íþróttafréttamaður Sjónvarpsins en hann starfaði við Ríkisútvarpið í 37 ár. Fyrir daga Sjónvarpsins var hann þjóðkunnur fyrir lýsingar sínar frá íþróttaburðum í Útvarpinu. Í þættinum sem er byggður á dagskrárefni úr safni Sjónvarpsins er meðal annars lýsing hans á leik Vals og Benfica á Laugardalsvelli 1968 og viðtal við Ásgeir Ásgeirsson, forseta Íslands, í gömlu Sundlaugunum í Reykjavík.
Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir okkur frá nýju stórvirki sínu sem nefnist Börn í Reykjavík. Í bókinni segir frá lífi barna í borginni allt frá því á 19. öld og fram til okkar daga og hún er ríkulega myndskreytt. Jón Kalman Stefánsson ræðir um nýja bók sína, sögulega skáldsögu frá upphafi 17. aldar, sem nefnist Himintungl yfir heimsins ystu brún. Þórarinn Eldjárn er til viðtals um Dótarímur sínar auk þess sem hópur barna kveður rímur úr bókinni. Kristín Helga Gunnarsdóttir segir frá hinum vinsæla bókaflokki sínum um Fíusól en nýjasta bókin í honum nefnist Fíasól í logandi vandræðum. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Sporðdreka eftir Dag Hjartarson, Eldri konur eftir Evu Rún Snorradóttur og Ég færi þér fjöll eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.
Fróðlegir skemmtiþættir þar sem Sigtryggur Baldursson fjallar um örnefni á Íslandi frá ýmsum sjónarhornum. Dagskrárgerð: Guðlaugur Maggi Einarsson.
Norskir sérfræðingar standa neytendavaktina í fræðandi þáttaröð um heilsu, lífsstíl og neytendamál.
Fjórir krakkar í rokkhljómsveit æfa þekkt íslenskt rokklag og semja eigið lag. Í leiðinni fræðumst við um hljóðfærin í hljómsveitinni og rokktónlistarsöguna.
Krakkarnir flytja frumsamda lagið sitt með glæsibrag. Við fræðumst um bassann - sem er ómissandi hljóðfæri í rokkhljómsveit. Hljómsveitarmeðlimir: Elísabet Hauksdóttir, Hjörleifur Daði Oddsson, Onni Máni Sigurðsson og Þorgerður K. Hermundardóttir. Tónlistarstjóri: Sigurður Ingi Einarsson.
Sigyn fær fluggáfaða krakka til að hjálpa sér að leysa ráðgátur um land allt. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Við erum stödd í Vestmannaeyjum og þeir Patrekur Þór Magnússon og Andri Erlingsson ætla að rannsaka hvort það sé satt að sjóræningjar hafi komið til Vestmannaeyja í gamla daga.
Ótrúlega spennandi leiðangur sem endar á Ræningjatanga.
Fjallað er um barna- og ungmennabækur úr öllum áttum. Bókaormar KrakkaRÚV ræða við höfunda um bækurnar.
Metsölurithöfundurinn David Walliams hefur komið börnum til að hlæja víðsvegar um heiminn. Hann kom til Íslands í haust til að taka þátt í bókmenntahátíðinni Iceland Noir. Emma fór og kíkti á hann í Bæjarbíói og fékk að spyrja hann spjörunum úr.
Umsjón: Emma Nardini Jónsdóttir
Bjarmi þarf að gera heimaverkefni um það sem honum þykir áhugavert og ákveður að búa til myndband um skólahljómsveitina í skólanum sínum.
Seinasta hljóðfærið sem Bjarmi lærir um fyrir skólaverkefnið sitt er Klarinett, sem stundum eru kölluð lakkrísrör.
Samansafn atriða þar sem krakkar setja upp leikrit og sýna listir sínar.
Krakkar úr barna- og unglingaleikhúsi Sönglistar flytja lagið Sálina þína hvettu áfram úr leikritinu Leikfangalíf.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
Örlygur Kristfinnsson, fyrrverandi safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði og fuglavinur, hefur í gegnum árin verið einn þeirra sem sér til þess að dúfurnar sem lifa villtar á Siglufirði fái húsaskjól og hafi það þokkalegt. Hann lítur á sem samfélagslega skyldu sína, enda hafa dúfurnar verið þarna lengur en hann. Fyrir nokkrum áratugum voru dúfur í flestum bæjum á Íslandi. Þeim var svo fækkað skipulega og víða sjást þær varla lengur. Á Siglufirði má þó ganga að því vísu að sjá dúfur í miðbænum enda þykir Siglfirðingum vænt um dúfurnar sínar.
Lottó-útdráttur vikunnar.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Hraðfréttamenn eru kallaðir út vegna alþingiskosninga til að hjálpa þjóðinni að velja sér nýja ríkisstjórn. Umsjón: Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. Framleiðsla: Pera í samstarfi við RÚV.
Fjölskyldumynd um hundinn Rexxx sem er ein skærasta hundastjarnan í Hollywood. Þegar hann týnist finnur hann skjólshús í sóðalegri slökkvistöð. Hann kynnist ungum dreng og saman ákveða þeir að hressa upp á slökkvistöðina og hefja hana til vegs og virðingar á ný. Aðalhlutverk: Josh Hutcherson, Bruce Greenwood og Bree Turner.
Íslensk bíómynd frá 1998. Hjón sem eru nýflutt á höfuðborgarsvæðið ætla sér að verða rík í velferðinni í Reykjavík.
Leikstjóri er Óskar Jónasso. Leikarar: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Ólafur Darri Ólafsson, Edda Björgvinsdóttir, Steinun Ólína Þorsteindóttir og Þröstur Leó Gunnarsson.
Frönsk kvikmynd frá 1991. Íbúar í námunda við hverfisslátrarann fá öðru hverju einstakt gæðakjöt. Það er mikil eftirspurn eftir þessu kjöti, en framboðið er lítið. Þegar ungur maður í bænum fellur fyrir dóttur slátrarans koma upp hagsmunaárekstrar í fjölskyldunni. Leikstjórar eru Jean-Pierre Jeunet og Marc Caro og aðalhlutverk leika Pascal Benezech, Dominique Pinon, Marie-Laure Dougnac og Jean-Claude Dreyfus. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.