18:45
Landakort
Dúfurnar ómissandi hluti af mannlífinu
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
Örlygur Kristfinnsson, fyrrverandi safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði og fuglavinur, hefur í gegnum árin verið einn þeirra sem sér til þess að dúfurnar sem lifa villtar á Siglufirði fái húsaskjól og hafi það þokkalegt. Hann lítur á sem samfélagslega skyldu sína, enda hafa dúfurnar verið þarna lengur en hann. Fyrir nokkrum áratugum voru dúfur í flestum bæjum á Íslandi. Þeim var svo fækkað skipulega og víða sjást þær varla lengur. Á Siglufirði má þó ganga að því vísu að sjá dúfur í miðbænum enda þykir Siglfirðingum vænt um dúfurnar sínar.
Er aðgengilegt til 21. febrúar 2025.
Lengd: 4 mín.
e
Dagskrárliður er textaður.