20:05
Endurtekið
Lífræn efni og matur
Endurtekið

Nýir þættir sem fjalla um hringrásarhagkerfið, þar sem hlutir og hráefni fara í hring og eins manns rusl verður annars fjársjóður. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Freyr Eyjólfsson. Framleiðsla: Republik.

Stjörnukokkur slær upp veislu úr hráefnum sem hefðu annars endað í ruslinu og við hittum ruslara sem dýfa sér í gáma í leit að mat. Á Hallormsstað eru eldaðar krásir úr hráefnum sem alla jafna er fúlsað við og hjá Landgræðslunni í Gunnarsholti eru gerðar tilraunir til uppgræðslu með ýmsum brögðum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 31 mín.
Dagskrárliður er textaður.
,