Vertu úlfur
Upptaka af einleiknum Vertu úlfur sem var sýnd fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúsinu 2021-2023. Hispurslaus umræða um geðsjúkdóma frá sjónarhóli manns sem í senn er með geðraskanir og starfar innan stjórnsýslunnar á sviði geðheilbrigðismála. Leiksýningin er byggð á sjálfsævisögulegri frásögn Héðins Unnsteinssonar. Aðalhlutverk: Björn Thors. Leikstjórn: Unnur Ösp Stefánsdóttir.