Halldór Laxness les ljóð íslenskra skálda
Halldór Laxness les þrjú ljóð eftir íslensk skáld frá tuttugustu, nítjándu, og sautjándu öld:
A: Söknuður. Höfundur: Jóhann Jónsson.
B: Gunnarshólmi. Höfundur: Jónas Hallgrímsson.
C: Passíusálmur númer 42, það fimmta orð Kristí á krossinum. Höfundur: Hallgrímur Pétursson.
Halldór flytur formála að ljóðunum.
Upphaflega útvarpað 6. september 1964.
Lestrar Halldórs Laxness úr safni RÚV eru færðir þjóðinni að gjöf í samstarfi við Guðnýju Halldórsdóttur og Sigríði Halldórsdóttur, dætur skáldsins.