Svona styrkir þú Róhingja

Hjálparsamtök og alþjóðastofnanir hafa komið Róhingjum til hjálpar í Bangladess en einungis lítill hluti starfsins hefur verið fjármagnaður.

Svona styrkir þú Róhingja

Mikið vantar upp á svo hægt sé að sjá Róhingjum fyrir nauðþurftum. Íslensk hjálparsamtök hafa látið til sín taka og hægt er að styrkja hjálparstarf þeirra.

Rauði kross Íslands hefur hrundið af stað neyðarsöfnun fyrir Róhingja. Hægt er að leggja sitt að mörkum í gegnum vef Rauða Krossins, www.RaudiKrossinn.is eða með því að senda SMS með orðinu „TAKK“ á símanúmerið 1900 og þá fara 1900 krónur af símreikningi.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, lætur einnig til sín taka. Hægt er að styrkja starf Barnahjálparinnar á vef UNICEF, https://unicef.is/neyd, og með því að senda SMS með orðinu „UNICEF“ á símanúmerið 1900, en þá fara 1500 krónur af símreikningi.