Höfundur Njálu: Lengri útgáfur viðtala

Í Kveik í kvöld er fjallað um rannsóknir sérfræðinga á hver geti og hver geti ekki verið höfundur Njálu. Með stílgreiningu og aðstoð tölvutækninnar hefur umfangsmikið magn texta verið greint og borið saman við Njálu í þessum tilgangi.

Höfundur Njálu: Lengri útgáfur viðtala

Viðtöl við þessa Njálu-fræðinga má nálgast í spilurunum þremur hér fyrir neðan.

Jón Karl Helgason, prófessor við Háskóla Íslands, fékk tvo mikla Njáluáhugamenn og stærðfræðinga til liðs við sig í tilraunum sínum til að afhjúpa höfund Njálu.

Einar Kárason rithöfundur hefur meðal annars blandað sér í þessi skoðanaskipti á síðustu árum, sannfærður um að hans maður, Sturla Þórðarson, höfundur Íslendinga sögu, hafi skrifað Njálu.

Haukur Þorgeirsson rannsóknardósent er brautryðjandi í stílmælingum og hellti sér í Njálurannsóknir.