Saga hlutanna

Jóladót og hefðir

Hvernig byrjaði þetta allt saman með aðventuljósin, jólagjafirnar, jólafötin og þetta helsta sem við tengjum við jólin? Hvað er aðventa? Hvað er jólafasta? Hvernig voru jól í torfbæ?

Það sem er svo skemmtilegt við jólin er flestir hafa sínar eigin hefðir og hugmyndir um það hvernig jólin eiga vera en samt eigum við nokkrar sameiginlegar hefðir, t.d. jólatré, borða góðan mat, skreytingar, seríur og kertaljós, svo dæmi séu nefnd. og svo auðvitað jólagjafir, jólakort, jólakökur, fara á jólaball, jólatiltekt, jólaföt svo við förum ekki í jólaköttinn, jólasveinar, skór úti í glugga, aðventukrans og aðventuljós en svo þegar það er búið græja þetta eða ekki þá er sennilega það besta við jólin vera í faðmi fjölskyldu og vina og njóta samverunnar.

Sérfræðingur þáttarins er: Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.

Frumflutt

15. des. 2015

Aðgengilegt til

19. mars 2025
Saga hlutanna

Saga hlutanna

Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá uppfinningum og algengum hlutum í umhverfi okkar á upplýsandi hátt.

,