11 Aug Yfirlýsing RÚV vegna ásakana á hendur Helga Seljan
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV sendu frá sér yfirlýsingu vegna myndbands sem útgerðarfyrirtækið Samherji birti á Youtube-rás sinni þann 11. ágúst og forsíðufréttar Fréttablaðsins sem byggir á efni myndbandsins. Í yfirlýsingunni segir að RÚV fordæmi þá aðför sem gerð sé að Helga Seljan, fréttamanni RÚV, með tilhæfulausum ásökunum. Í myndbandinu er því haldið fram að Helgi og Ríkisútvarpið hafi falsað gögn við gerð Kastljóssþáttar árið 2012, fyrir átta árum, um rannsókn Seðlabankans á Samherja, og að skýrsla Verðlagsstofu, sem umfjöllunin byggðist meðal annars á, hafi aldrei verið til. RÚV hafnar þessu sem röngu.
Sorry, the comment form is closed at this time.