27 Jun Yfirfæra 12000 segulbönd á stafrænt form
Safn RÚV fékk styrk frá Rannís í gegnum Miðstöð stafrænna lista og hugvísinda (MSLH) til þess að yfirfæra rúmlega 12000 segulbönd á stafrænt form. Fyrirtækið sem tekur verkið að sér heitir Memnon og er staðsett í Belgíu. Segulböndunum var pakkað í kassa og voru svo send í hita- og rakastýrðum gámi til Belgíu í lok sumars. Gert er ráð fyrir að verkið taki um eitt ár og RÚV fær reglulega sendar hljóðskrár sem verða tengdar við skráningar í Kistu jafnóðum.
Sorry, the comment form is closed at this time.