29 Aug Viðmælendagreining RÚV fyrir fyrrihluta 2022
Starfsfólk RÚV hefur í huga að álitsgjafar, bæði sérfræðingar og almenningur, um hin ýmsu málefni, hvort sem það eru þjóðmál, menningarmál eða afþreying, séu af öllum kynjum, á mismunandi aldri, af mismunandi þjóðernum og með margvíslegt líkamlegt atgervi, til dæmis með hvers kyns sýnilega fötlun. Það er í samræmi við aðgengisstefnu RÚV. Hlutfall karla og kvenna í dagskrá RÚV, utan frétta, var nánast jafnt á fyrri hluta þessa árs, 49% karlar og 51% konur. Með kynjajafnvægi í dagskrá sker RÚV sig frá flestum miðlum hérlendis og erlendis. Séu eingöngu fréttatímar og fréttatengdir þættir teknir saman er hlutfall viðmælenda 58% karlar og 42% konur. Tölurnar hafa þróast í átt til jafnvægis frá því að mælingar hófust og er nokkur munur á milli ára.
Sorry, the comment form is closed at this time.