16 Mar Viðbúnaður hjá RÚV vegna Covid-19
Gripið var til viðamikilla aðgerða hjá RÚV þegar samkomubann var sett á í fyrsta sinn á Íslandi þann 16. mars 2020. Ríkisútvarpið hefur mikilvægu hlutverki að gegna í slíku almannavarnaástandi og vinnur í samræmi við gildandi áætlun um órofinn rekstur. Allt starfsfólk sem ekki þurfti nauðsynlega að vera í Efstaleiti sinnti störfum sínum að heiman. Aðstöðu RÚV á Akureyri var lokað að mestu. Þar vann aðeins einn í einu eftir ströngu verklagi, í ljósi þess að varaáætlun var að senda þaðan út ef starfsemin í Efstaleiti myndi detta út að hluta eða í heild. Starfsstöðin í Efstaleiti var skipt upp í tíu sóttvarnarsvæði.
Sorry, the comment form is closed at this time.