Verksmiðjan hefur göngu sína

10 Jan Verksmiðjan hefur göngu sína

Verksmiðjan er nýsköpunarkeppni ungs fólks á aldrinum 13 til 16 ára, þar sem hugmyndir og uppfinningar geta orðið að veruleika.
Að verkefninu standa Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, Fab Lab á Íslandi, menntamálaráðuneytið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Listasafns Reykjavíkur og RÚV.

Verksmiðjan hvetur ungt fólk til að taka eftir hugmyndum og umhverfi sínu og finna lausnir á ýmsum vandamálum, stórum sem smáum. Þátttakendum er fylgt eftir og þeir myndaðir af framleiðsluteymi RÚV.

 

https://www.ruv.is/i-umraedunni/verksmidjan-hefur-gongu-sina

 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.