26 Dec Verbúðin frumsýnd
Vesturport réðst til atlögu við eitt af stærstu deilumálum síðustu áratuga, sjálft kvótakerfið, í sjónvarpsþáttunum Verbúðin, sem hófu göngu sína á RÚV þann 26. desember. Þáttaröðin gerist á árunum 1983-91. Vinahjón gera upp gamlan togara og fara í útgerð. Allt gengur vel þar til kvótakerfið kemur til sögunnar og setur líf hjónanna sem og allra landsmanna í uppnám. Með aðalhlutverk fara Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Guðjón Davíð Karlsson og Unnur Ösp Stefánsdóttir. Áhorf á Verbúðina fór fram úr björtustu vonum en fjórði hver Íslendingur sat við skjáinn á sunnudagskvöldum og horfði á Verbúðina samkvæmt rafrænum áhorfsmælingum Gallup en yfir 100.000 horfðu daginn eftir á fyrsta þáttinn í Spilara RÚV. Fyrsti þáttur Verbúðarinnar sló þannig áhorfsmet í Spilaranum. Verbúðin er sýnd á RÚV 2 samtímis með enskum texta en það er þjónusta sem þúsundir nýttu sér.
Sorry, the comment form is closed at this time.