Vel heppnuð Söngvakeppni

11 Mar Vel heppnuð Söngvakeppni

Söngvakeppnin var einstaklega vönduð og glæsileg. Gríðarleg stemning var í troðfullri Laugardalshöll og hafa aldrei veirð fleiri áhorfendur í sal. Viðburðurinn hefur stækkað jafnt og þétt og er orðin að sannkallaðri þjóðarhátíð. 73% þjóðarinnar fylgdust með Söngvakeppninni á RÚV. Af þeim sem horfðu á sjónvarp á þessum tíma fylgdust 97% með Söngvakeppninni. Lagið Paper, í flutningi Svölu Björgvinsdóttur, bar sigur úr býtum í keppninni. Metþátttaka var í símaatkvæðagreiðslu Söngvakeppninnar og voru greidd um 243 þúsund atkvæði.

http://www.ruv.is/frett/73-sau-svolu-sigra-i-songvakeppninni

No Comments

Post A Comment