Vel heppnað Tónaflóð 2019

28 Aug Vel heppnað Tónaflóð 2019

Árlegt Tónaflóð Rásar 2 fór fram á Menningarnótt og heppnaðist alla í staði mjög vel. Veður var með besta móti og mjög fjölmennt við Arnarhól á meðan tónleikunum stóð fram að flugeldasýningu. Tónleikarnir hafa skipað sér sess sem einhverjir stærstu útitónleikar ársins á landinu. Kvöldið hófst með RÚV núll dagskrá þar sem fram komu ClubDub, Auður og GDRN. Í kjölfarið fylgdu hljómsveitirnar Vök, Valdimar og Hjaltalín. Stjórnin lokaði svo kvöldinu eins og þeim einum er lagið og spiluðu allt fram að flugeldasýningu. Sent var út beint frá tónleikunum á RÚV og í hljóði á Rás 2.
No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.