Útvarpsþing RÚV 2022

22 Sep Útvarpsþing RÚV 2022

Fimmtudaginn 22. september var ný stefna RÚV til ársins 2026 kynnt á útvarpsþingi Ríkisútvarpsins undir yfirskriftinni RÚV okkar allra – fyrir þig. Á þinginu var stefna Ríkisútvarpsins til næstu ára ásamt framtíðarsýn og stefnuáherslum kynnt. Öflugir erlendir fyrirlesarar dýpkuðu umfjöllun um helstu áhersluatriðin í stefnu RÚV á þinginu. Sandy French, fréttastjóri DR fjallaði um mikilvægi almannaþjónustumiðla í fréttaþjónustu, stafræna stefnu DR, og birtingarmynd hennar á samfélagsmiðlum og hvernig almannaþjónustumiðlar og einkamiðlar geta starfað samhliða. Francesca Scott, sérfræðingur EBU á sviði fjölbreytileika, jafnræðis og þátttöku, fjallaði um mikilvægi þess að auka fjölbreytileika og jafnræði í fjölmiðlum. Olivier van Duüren, stjórnunarráðgjafi hjá The Dualarity, fjallaði um stjórnun stafrænna breytinga og hvernig tryggja megi árangur í hröðu umbreytingaferli. Að erindum loknum voru pallborðsumræður.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.