14 Nov Upplýsingamiðlun og viðbúnaður RÚV vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga
Vegna mikilla jarðhræringa á Reykjanesskaga fór RÚV yfir allar áætlanir sínar um upplýsingamiðlun og viðbúnað þegar viðburðir af þessu tagi eiga sér stað. Uppfærð áætlun var virkjuð föstudaginn 10. nóvember þegar neyðarstigi Almannavarna vegna jarðhræringanna var lýst yfir og starfað hefur verið á grunni hennar síðan. Í uppfærðri áætlun var farið yfir öryggisbúnað starfsfólks, skipulag vefútsendinga frá Reykjanesskaga, varaleiðir til samskipta, dreifingu og fjarskiptabúnað, þar á meðal Tetra-stöðvar. Auk þess var áætlun uppfærð um fyrstu viðbrögð og skipulag útsendinga allra miðla ef til goss eða frekari annarra náttúruhamfara kæmi.
Sorry, the comment form is closed at this time.