03 Apr Umfjöllun um Panamaskjölin markar tímamót í rannsóknarblaðamennsku
Um miðjan mars ákvað fréttastofan að ganga til samstarfs við Reykjavik Media um úrvinnslu svokallaðra Panamaskjala sem ICIJ, alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, höfðu fengið í hendurnar. Sérstakur klukkutíma langur Kastljósþáttur um Panamaskjölin, sem sýndur var 3. apríl 2016, markar tímamót í rannsóknarblaðamennsku í íslensku sjónvarpi. Næstu daga var fréttastofan með beinar útsendingar og aukafréttatíma í sjónvarpi og á vefnum vegna þeirra atburða sem fylgdu í kjölfar umfjöllunarinnar. Þessar tíðu, löngu og fyrirvaralausu útsendingar marka einnig tímamót í íslenskri sjónvarpsfréttamennsku. Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna ICIJ og meira en 100 samstarfsaðilar víðsvegar um heim hlutu gullverðlaun Barlett & Steele fyrir rannsóknarblaðamennsku í tengslum við birtingu Panamaskjalanna og Jóhannes Kr. Kristjánsson hjá Reykjavík Media hlaut Blaðamannaverðlaun ársins 2016.
http://www.ruv.is/frett/panamaskjolin-kastljos-i-heild-sinni
http://www.ruv.is/frett/170-islensk-nofn-skrad-undir-islandi
http://www.ruv.is/frett/icij-verdlaunad-fyrir-panama-skjolin
http://www.ruv.is/frett/gagnagrunnur-panama-skjalanna-opnadur-i-dag
No Comments