Traust fréttastofu RÚV eykst

29 Nov Traust fréttastofu RÚV eykst

Traust landsmanna á fréttaflutningi er mælt tvisvar á ári, í maí og nóvember, í samræmi við þjónustusamning RÚV og menntamálaráðuneytisins. Könnun Maskínu sem gerð var í nóvember 2022 sýnir að 69% aðspurðra bera mikið traust til fréttastofu RÚV. Um 18% segjast hvorki bera mikið né lítið traust til hennar en 13% bera lítið traust til fréttastofu RÚV. Kannanir MMR/Maskínu hafa verið gerðar með sambærilegum hætti frá 2017 og hefur traust fréttastofu aukist nokkuð frá þeim tíma. Mest mældist traust fréttastofu 75% í nóvember 2020 en minnst 64% í nóvember 2018.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.