Traust á fréttastofu jókst í faraldrinum

13 Nov Traust á fréttastofu jókst í faraldrinum

Traust landsmanna á fréttastofu RÚV er mælt tvisvar á ári, í maí og nóvember, í samræmi við þjónustusamning RÚV og menntamálaráðuneytisins. Könnun MMR, sem var gerð í byrjun nóvember, sýnir að 75% aðspurðra bera mikið traust til fréttastofu RÚV. Traustið hafði aukist frá árinu áður því það mældist að meðaltali 68% í könnunum árið 2019. Í sömu könnun var einnig spurt um traust almennings til RÚV í heild.  Rúmlega 74% svarenda báru frekar eða mjög mikið traust til RÚV.

https://www.ruv.is/i-umraedunni/traust-a-frettastofu-hefur-aukist-i-faraldrinum

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.