04 Apr Tónskáldasjóður RÚV og STEFs stofnaður
Stofnskrá nýs sjóðs, Tónskáldasjóðs RÚV og STEFs var undirritaður í aprílbyrjun og leysir tvo eldri sjóði af hólmi; Tónskáldasjóð RÚV og Tónskáldasjóð Rásar 2. Markmið sjóðsins er að stuðla að frumsköpun og útbreiðslu íslenskrar tónlistar, m.a. með því að veita fjárstuðning til höfunda fyrir tónsmíði og heildstæð verk. Sjóðurinn er fjármagnaður með framlagi frá RÚV og með hluta þeirra greiðslna sem RÚV greiðir í höfundarréttargjöld. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn styrki u.þ.b. 45 verkefni á ári.
http://www.ruv.is/i-umraedunni/tonskaldasjodur-ruv-og-stefs-stofnadur
No Comments